Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 85

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 85
165 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags óviðbúin komu bjarndýrs og af öryggisástæðum var sú ákvörðun tekin að fella dýrið áður en menn misstu sjónar á því til sjávar eða í þoku til fjalla. Aðgerðirnar urðu strax mjög umdeildar og sitt sýndist hverjum. Þar bar hæst sjónarmið um að tryggja bæri öryggi manna annars vegar og hins vegar ómannúðlegt dráp á teg- und sem ætti undir högg að sækja í náttúrunni og nær hefði verið að bjarga dýrinu og koma til sinna réttu heimkynna. Í kjölfar atburðanna ákváðu stjórnvöld að útbúa viðbragðsáætlun sem stuðst yrði við þegar hvítabirnir kæmu á land í framtíðinni. Þegar seinna dýrið gekk á land rétt um tveimur vikum síðar var slík vinna ekki hafin. Samt sem áður var nú allt kapp lagt á að læra af fyrri reynslu og ákveðið að reyna til þrautar að fanga dýrið lifandi. Leitað var til danskra sérfræð- inga og sérhannað búr flutt með hasti norður á Skaga. Í tilraun til að nálgast dýrið og koma í það deyfilyfi tókst þó ekki betur til en svo að dýrið fældist og tók á rás til sjávar. Því fóru leikar svo, þrátt fyrir viðleitni til björgunar, að ákvörðun var tekin um að fella dýrið áður en það næði til sjávar. Athuganir á bjarndýrunum leiddu síðar í ljós að fyrra dýrið var 22 ára karldýr og seinna dýrið 12–13 ára birna. Bæði dýrin voru illa haldin og máttfarin. Surtsey á heimsminjaskrá UNESCO Merkum áfanga í sögu Surtseyjar var náð í júlí, þegar heimsminjanefnd UNESCO skráði eyna sem einstakan stað náttúruminja. Grundvöllur skráningarinnar er að Surtsey hefur verið verndað friðland frá því hún mynd- aðist í eldgosi á árunum 1963–1967. Auk þess hafa landnám og framvinda lífríkis og jarðfræðileg þróun eyjarinnar verið vöktuð og rannsökuð frá upphafi. Í árlegum rannsóknaleiðangri til Surtseyjar, sem farinn var í júlí, bar það helst til tíðinda að hrafn hafði verpt í eynni og komið upp þremur ungum. Hrafninn er því fjórtánda fuglategundin og fimmti landfuglinn sem verpir í Surtsey og trónir þar efst í fæðukeðjunni. Annar athyglisverður landnemi var mýrakönguló (Pardosa sphagnicola) en nokkur fullvaxin dýr fundust í máfavarpinu. Ekki er ljóst hvernig tegundin hefur getað borist til Surtseyjar. Athygli vakti að sveifflugur (Syrphidae) höfðu borist til eyjarinnar frá meginlandi Evrópu í umtalsverðum mæli. Andarnefja - séð frá litlu kajakbryggjunni við Nökkvahúsið á Akureyri. Ljósm.: Anna Gunnarsdóttir, 22.09.08. Mýrakönguló. Ljósm.: Erling Ólafsson. 80 3-4#Loka_061210.indd 165 12/6/10 7:22:48 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.