Gerðir kirkjuþings - 1978, Side 4

Gerðir kirkjuþings - 1978, Side 4
1 Ellefta kirkjubing þjóðkirkju Islands var háð í Reykjavík '26. október til 8. nóvember 19 78 . Það hófst með guðsbjón- ustu í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 26. október kl. 14. Predikun flutti sr. Pótur Þ. Ingjaldsson, prófastur og kirkjubingsmaður. Altarisþjónustu annaðist sr. Karl Sigur- björnsson, sóknarprestur í Hallgrímsprestakalli. Að lokinni guðsþjónustu var gengið í safnaðarsal Hallgrfms- kirkju. Biskup setti þingið og bauð þingmenn velkomna. Serstaklega bauð hann velkominn Steingrím Hermannsson, kirkjumálaráðherra, sem var viðstaddur þingsetningu ásamt frú sinni, Eddu Guðmundsdóttur, ráðuneytisstjóra Baldri Möller og Þorleifi Pálssyni fulltrúa. Þá minntist biskup látins kirkjuþingsmanns, sr. Stefáns Eggertssonar, prófasts, sem var kjörinn á kirkjuþing 1976 sem fulltrúi 3. kjördæmis. Hann andaðist 10. ágúst 1978. Þingmenn heiðruðu minningu hans með þv£ að rxsa úr sætum. I stað sr. Stefáns tók sæti á þinginu varamaður hans, sr. Lárus Þ. Guðmundsson, prófastur, Holti. Kjörbrófanefnd var kosin á þessum fyrsta fundi og að tillögu forseta skipuðu hana sömu menn og kjörnir voru á siðasta þingi: Sr. Pótur Þ. Ingjaldsson, kjörinn formaður Jóhanna Vigfúsdóttir sr. Eirfkur J. Eiríksson Gunnlaugur Finnsson Hermann Þorsteinsson. Að loknu ávarpi biskups og kosningu kjörbrófanefndar kvaddi sór hljóðs Steingrímur Hermannsson, kirkjumálaráðherra, og árnaði þinginu heilla í störfum. Ræddi hann um gildi kirkjunnar og kristinnar trúar og mikilvægt hlutverk kirkju- þings. Hót hann þinginu stuðningi sínum og atbeina um fram- gang mála. Biskup þakkaði ráðherra drengileg orð hans. Á öðrum fundi, sem hófst kl. 16 sama dag, skilaði kjör- brófanefnd áliti og lagði til að kjörbróf þeirra sr. Lárusar Guðmundssonar og Þórðar Tómassonar, fulltrúa 7. kjördæmis, en hann var forfallaður á síðasta þingi, væru tekin gild og var það samþykkt samhljóða. Þá voru kjörnir fyrsti og annar varaforseti þingsins. Kosningu hlutu: Sr. Eirxkur J. Eiríksson, 1. varaforseti sr. Sigurður Guðmundsson, 2. varaforseti. Þingskrifarar voru kosnir: Þórður Tómasson sr. Lárus Þorv. Guðmundsson. I þær tvær fastanefndir, sem bingið á að kjósa skv. bing- sköpum, voru menn kjörnir sem hár segir:

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.