Gerðir kirkjuþings - 1978, Page 6
3
sambykkti að fela þeim tveimur starfsháttanefndarmönnum,
sem jafnframt eru kirkjuþingsmenn, þeim sr. Jóni Einarssyn
og sr. Jónasi Gíslasyni, dósent, að taka þá veigamiklu
þætti úr áliti nefndarinnar, sem fyrir lágu sem nokkurn
veginn fullbúin frumvörp, og búa þau mál í hendur þingsins
Urðu þeir við þessum tilmælum og höfðu framsögu í málum
þessum. En kirkjuráð var eigi að sxður flytjandi þessara
frumvarpa, skv. tilmælum prestastefnu, þótt kirkjuráðsmenn
hver um sig áskildu sár að hafa óbundnar hendur á þinginu
gagnvart einstökum frumvörpum eða atriðum.
Þau mál, sem þingið hafði til meðferðar, fara hár á eftir,
eins og bau voru lögð fyrir í upphafi og síðan í þeirri
mynd, sem þingið afgreiddi þau.