Gerðir kirkjuþings - 1978, Síða 9

Gerðir kirkjuþings - 1978, Síða 9
6 IV. KAFLI. Um sóknarnefndir. 13- í hverri sókn er sóknarnefnd, sem annast framkvæmdir, gætir réttinda viðkomandi sóknar og sóknarfólks og ber ábyrgð á kirkjulegu starfi í sókninni ásamt sóknarpresti. 3.4. gr. Sóknarnefndarmenn eru 3 í sóknum, sem eru fámennari en 300, ella 5. Þegar sóknarfólk er orðið 1000, skal kjósa 2 menn til viðbótar í sóknarnefnd og enn 2 menn fyrir hver full 2000 manna, sem v.ið bætast sókninni. Kjósa skal jafn marga varamenn, sem taka sæti í forföllum aðalmanna. 15. gr. Sóknarnefnd er kosin til fjögurra ára. Á fyrsta aðalsafnaðarfundi eftir að lög þessi öðlast gildi, skal kjósa sóknarnefnd eftir þeim í öllum sóknum. Að tveimur árum liðnum skal minnihluti kjörinna nefndarmanna, svo og varamenn ganga úr nefndinni, og ræður hlutkesti, en hinn hlutinn að fjórum árum liðnum. Samkvæmt þessu fara síðan ávallt hinar tvær deildir nefndarmanna frá annaðhvort ár á víxl. Sóknarfólk, sem orðið er sextugt að aldri, má skorast undan kosn- ingu. Enginn er skyldur að taka aftur kosningu, fyrr en liðinn er jafnlangur tími og hann hafði áður verið í nefndinni. 16: gr. Hver sóknarnefndarmaður skal hafa ákveðið verksvið innan sóknar og setur prófastsdæmisráð honum erindisbréf, sem kynnt er á aðalsafnaðar fundi, áður en kjör hans fer fram. í erindisbréfi skal nánar kveðið á um þau sérstöku verksvið, sem hann hefur umsjón með, svo sem um- sjón eigna, barna- og æskulýðsstarf, þjónustu við sjúka, einstæða og aldraða eða almenn félagsstörf meðal sóknarfólks. Að öðru leyti skal sóknarnefnd skipta með sér verkum formanns, gjald- kera og ritara og varamanna þeirra, þegar eftir kjör í sóknarnefnd. 17. gr. Formaður boðar fundi í sóknarnefnd og stýrir þeim. Fundur er lögmætur ef 2/3 sóknarnefndarmanna sitja hann, enda hafi hann verið boðaður með a.m.k. sólarhrings fyrirvara. Sóknarprestur og aðrir starfsmenn sókna skulu starfa með sóknarnefnd. 18. gr. Sóknarnefnd skal auk starfa þeirra, sem henni eru eða verða fengin með samþykktum aðalsafnaðarfundar eða sérstökum lögum, sjá til þess, að viðunandi húsnæði og annar biinaður til guðsþj ónustuhalds og safnaðarstarfs sé til staðar í sókninni. Hún skal vera sóknarpresti og öðru starfsfólki sóknarinnar til stuðnings í hvívetna og stuðla að eflingu kristinnar trúar og siðgæðis meðal sóknarfólks. 19. gr. Sóknarnefnd hefur fyrir hönd sóknarfólks umsagnarrétt um val sóknar- prests, og skal vægi umsagnar hennar vera í réttu hlutfalli við hlut frumþjónustunnar £ starfi prestsins í viðkomandi sókn. 20• gr. Formenn sóknarnefnda í hverju prófastsdæmi eru fulltrúar sókna sinna á héraðsfundi. Þeir senda prófasti skýrslu sóknarnefndar og reikninga sóknarinnar eigi síðar en mánuði áður en héraðsfundur hefst. Þeir gera grein fyrir samþykktum héraðsfundar á næsta safnaðarfundi. Aðrir sóknarnefndarmenn eiga rétt á fundarsetu á héraðsfundi og hafa þar málfrelsi og tillögurétt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.