Gerðir kirkjuþings - 1978, Side 11

Gerðir kirkjuþings - 1978, Side 11
8 annari umræðu var frv. samþykkt, 1.-14. gr. samhljóða. Við 15. gr. bar Helgi Rafn Traustason fram svofellda breytingar till.: Sóknarnefnd skal skipta með sér verkum formanns, gjaldkera og ritara og varamanna þeirra þegar eftir kjör í sóknarnefnd. Sóknarnefnd hafi ákveðið verksvið og skal hóraðsráð setja sóknarnefndinni erindisbréf. Þegar sóknar- nefndarmenn eru fleiri en fimm skulu þeir kjósa úr sínum hópi þriggja manna framkvæmdarnefnd. Breytingartill. þessi var felld með 6:6 atkv. Till. um að fella niður 18. gr. var samþ. Einstakar greinar og frv. í heiTd síðan samþykkt samhljóða í þessari mynd: Frumvarp_t_i 1_1 aga um_k_irkj us óknir. I. KAFLI. Um kirkjusóknir og skipan þeirra. 1. gr. Landinu er skipt í kirkjusóknir, sem eru félög þess fólks innan þjóðkirkjunnar, sem býr á afmörkuðu landssvæði. Hver sókn er félagslega og fjárhagslega sjálfstæð eining, þar sem sóknarfólk á rétt á kirkjulegri þjónustu og ber sam eiginlega skyldur, sem nánar er kveðið á um í lögum þessum. 2. gr. Stærð sókna skal við það miðuð, að sóknarfólk verði að jafnaði eigi fleira en 4000 og eigi færra en 100. Við ákvörðun sóknarmarka skal taka tillit til sögulegrar- og menningarlegrar hefðar, samgangna, staðhátta og félags- legra aðstæðna. Við skipulagninu nýrra íbúðarhverfa skal gert ráð fyrir skipan sókna og haft fullt samráð við héraðsráð. 3. gr. Þegar til þess kemur að skipta sókn, sameina sóknir eða færa til sóknarmörk, gerir héraðsráð tillögur þar um til aðalsafnaðarfundar (eða - funda, ef fleiri sóknir eiga í hlut). Ný sóknarmörk taka gildi, ef aðalsafnaðarfundur (fundir) mælir með og héraðsfundur samþykkir, ella sker ráðherra úr að fengnum tillögum biskups.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.