Gerðir kirkjuþings - 1978, Page 17

Gerðir kirkjuþings - 1978, Page 17
1978 11._kirkj uþing 2 . mál Frumvar^ til jLa._ga_um sáknarkirkiur. Flutt af kirkjuráöi. Frsm. sr. Jón Einarsson. I. KAFLI. Um sóknarkirkjur. 1. gr. 1 bverri sókn skal vera kirkja (kapella), þar sem guðsþjónustur og aðrar helgiathafnir fara fram. Þegar sérstakar aðstasður eru fyrir hendi, geta tvasr sóknir haft afnot af sömu kirkju. Skal þá gerður um þeð samningur, er prófastur stað- festir. 2 • gr. Sóknarkirkja skal að jafnaði vera eign sóknar og á ábyrgð sóknar- nefndar og sóknarprests undir yfirstjórn prófasts og biskups. Verði ágreiningur milli sóknarnefndar og sóknarprests um notkun eða forræði kirkju, skal leita úrskurðar prófastsdæmisráðs. 3. gr. Reksturs- og viðhaldskostnaður sóknarkirkna og annars húsnæðis fyrir safnaðarstarf skal greiðast af sóknartekjum. Sá viðhaldi og umhirðu sóknarkirkju ábótavant að dómi prófasts eða biskups, skal hann láta úr bæta á kostnað viðkomandi sóknar. Hafi sóknarkirkja verið gerð að greftrunarkirkju, skal hún áfram lúta yfirumsjón prófasts og biskups, en kostnaður greiðast af tekjum kirkjugarðsins. 4- gr. Sóknarkirkjur og önnur kirkjuhús þjóðkirkjunnar eru friðhelg og skulu eigi tekin í notkun, fynr en þau hafa verið vigð af biskupi eða prófasti í umboði hans. Sama gildir um kirkjur, sem byggðar eru að mestu leyti að nýju. öheimilt er að taka aflagðar sóknarkirkjur til annarra nota, fyrr en þær hafa verið afhelgaðar. II. KAFLI. Um byggingu kirkna. 5- gr. Þegar reisa á sóknarkirkjur, skal bygging þeirra og búnaður háð sam- þykki kirkjubyggingarnefndar, sem jafnframt skal vera sóknarprestum og sóknarnefndum til ráðgjafar og leiðbeiningar. 1 kirkjubyggingarnefnd skulu eiga sæti: Biskup íslands eða fulltrúi tilnefndur af honum, húsameistari ríkisins eða arkitekt tilnefndur af honum, en kirkjumálaráðherra skipar þriðja mann, er hafi sárþekkingu á kirkjubyggingarlist. Biskup eða fulltrúi hans er formaður nefndarinnar. Laun hennar greiðast úr ríkissjóði.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.