Gerðir kirkjuþings - 1978, Side 18

Gerðir kirkjuþings - 1978, Side 18
15 6. gr.^ Skylt er sveitarfélögum aó leggja til án endurgjalds lóöir undir kirkjubyggingar, safnaðarheimili og embættisbústaði kirkjulegra starfsmanna og undanskilja þær gatnagerðargjaldi. Við skipulagningu nýrra íbúðahverfa skal þess gætt, að lóðir sóu ákveðnar til þessara nota, og fullt samráð haft við prófastsdæmisráð. 7. gr: Kostnað við að reisa og endurbyggja sóknarkirkjur greiðir ríkissjóður að .2/5 hlutum, viðkomandi sveitarfólag (sveitarfelög) að 3/10 hlutum og hlutaðeigandi sókn að 3/10 hlutum. Ákvæði þetta tekur einnig til stofnbúnaðar sóknarkirkna og safnaðarheimila og frágangs kirkjulóða. Frv. þessu var vísað til löggjafarnefndar. Gerði hún nokkrar breytingartillögur, er voru samþykktar samhljóða, nema 7. gr., en sr. Jón Einarsson lýsti sig andvígan breytingartillögu löggjafarnefndar á beirri grein og óskaði eftirfarandi fært til bókar: Eg tel að sveitarfélög eigi að styrkja kirkjubyggingar eins og aðrar samfélagsstofnanir, svo sem skóla, sjúkra- hús, elliheimili, heilsugæslustöðvar, bókasöfn, íþrótta- mannvirki o.fl. Eðlilegt virðist því að kvaðir séu lagðar á sveitarfélög í sambandi við byggingu kirkna. Síðan var frv. samþykkt samhljóða eins og það fer hér á eftir: Frumvarp_t_i 1_1 aga_ um_sóknarki^rk j uru I. KAFLI. Um sóknarkirkjur. 1. gr. I hverri sókn skal vera kirkja eða kapella, þar sem guðs- þjónustur og aðrar helgiathafnir fara fram. Þegar sérstakar aðstæður eru fyrir hendi, geta tvær sóknir haft afnot af sömu kirkju. Skal þá gerður um það samningur, er prófastur staðfestir. 2 . gr. Sóknarkirkja skal að jafnaði vera eign sóknar og á ábyrgð sóknarnefndar og sóknarprests undir yfirstjórn prófasts og biskups.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.