Gerðir kirkjuþings - 1978, Síða 21
18
1978
11. _k_irk j uþi.ng
3.
Frumvar£
til la_ga_uE! f járrei_6ur_sókna_1
Flutt af kirkjuráði.
Frsm. sr. Jón Einarsson.
I. KAFLI.
Um sóknargjöld.
i. gr.
Hver Islendingur á aldrinum 17 til 67 ára sem er í þjóðkirkjunni,
er heimilisfastur hér á landi og greiðir útsvar samkvæmt IV. kafla
laga nr. 8/1972 um tekjustofna sveitarfélaga, skal árlega greiða
sóknargjald til þeirrar sóknar, sem hann átti lögheimili í næstliðinn
1. desember samkvæmt þjóðskrá.
2. gr.
Sóknargjald skal vera 0,15 til 0,3% af álagningarstofni útsvars
hvers gjaldanda samkvæmt ákvörðun prófastsdæmisráðs, enda liggi þa
fyrir fjárhagsáætlun sóknanna. Sóknargjaldið skal að jafnaði vera
hið sama innan hvers prófastsdæmis.
Nú telja hjón fram sameiginlega og einungis annað hjóna er innan
aldursmarka samkvæmt 1. gr., og skal sóknargjaldið þá reiknað af
hálfum útsvarsstofni þeirra.
3. gr.
Nú hrökkva tekjur sóknarkirkju samkvæmt 2. gr. eigi fyrir nauðsynlegum
útgjöldum að dómi sóknarnefndar og sóknarprests, og er þá heimilt
að leggja allt að 100% álag á sóknargjaldið, enda komi til samþykki
safnaðarfundar og prófastsdæmisráðs.
4- gr.
Hver sá, er telst til skráðs trúfélags utan þjóðkirkjunnar, sbr. ^lög
um trúfélög, skal greiða árlega til trúfélags síns eigi lægri fjárhæð
en honum annars hefði borið að greiða til þjóðkirkjunnar.
5- gr.
Nú er maður utan þjóðkirkjunnar og telst eigi til skráðs trúfélags,^
sbr. 4. gr., og skal hann þá greiða til Háskóla íslands í Háskólasjóð
fjárhæð, er nemur sóknargjaldi, sem honum annars hefði borið að greiða
Gjald þetta, svo og gjald samkvænrt 4. gr., skal greiða til Háskólans
eða til viðkomandi trúfélags í samræmi við trúfélagsskráningu hjá
þjóðskrá miðað við næstliðinn 1. desember.
II. KAFLI.
Um kirkjubyggingagjald.
6. gr.
Til að standa straum af kostnaði vegna byggingar kirkju eða safnaðar-
heimilis er sóknarnefndum heimilt að leggja sérstakt kirkjubygginga-
gjald á þá, er sóknargjald skulu greiða. Gjald þetta eða sambærilegt
vinnuframlag má aðeins leggja á, meðan á byggingu stendur, þó eigi
lengur en þrjú ár í senn, og má það eigi nema hærri upphæð árlega en
mál