Gerðir kirkjuþings - 1978, Qupperneq 22
19
sem nemur 1/7 hluta af áætlaðri hlutdeild viékomandi sóknar í bygg-
ingarkostnaéi, enda komi til samþykki ráðherra.
III. KAFLI.
Um álagningu, innheimtu o.fl.:
7' sv‘
Þeir, sem annast álagningu útsvara, skulu jafnframt annast álagningu
sóknargjalda og gjalda samkvæmt 6. gr., svo og gjalda samkvæmt 4. gr.,
ef viðkomandi trúfélag óskar þess. Um álagningu þessara gjalda gilda
að öðru leyti sambærilegar regLur og um útsvör, eftir því sem við á.
Sóknarnefnd skal að fenginni ákvörðun prófastsdæmisráðs sbr. 2. gr.
tilkynna þeim, er álagninguna annast, ákvarðanir um upphæð gjalda
fyrir 1. febrúar ár hvert.
8. gr.
Gjalddagi og eindagi sóknargjalda og gjalda samkvæmt 4. og 6. gr.
er hinn sami og á útsvörum. Um dráttarvexti og innheimtu að öðru
leyti gilda sömu ákvæði og gilda um útsvör, eftir því sem við á.
9. gr.
Sveitarfélögum er skylt að annast innheimtu sóknargjalda og gjalda
samkvæmt 4. gr., ef sóknarnefndir og stjórnir skráðra trúfélaga æskja
þess. Ríkissjóður skal innheimta gjöld samkvæmt 6. gr. Framangreindum
gjöldum skal skilað viðkomandi sókn, trúfélagi eða Háskólanum í sam-
ræmi við álagningu og eigi sjaldnar en ársfjórðungslega.
Sveitarsjóðir skulu fá hæfilega þóknun fyrir álagningu og innheimtu,
þó eigi hærri en fyrir lögboðna innheimtu á vegum ríkis- og sveitar-
félaga.
Nú annast sóknarnefnd eða stjórn skráðs trúfélags álagninu og innheimtu
sóknargjalds eða gjalds samkvæmt 4. gr., og eiga þær þá rétt á hæfi-
legri þóknun, þó aldrei hærri en 6% af innheimtu fé.
10. gr.
Lögtaksréttur fylgir gjöldum þeim, sem mælt er fyrir um í lögum þessum.
11. gr.
Soknarnefndir skulu árlega greiða £ jöfnunarsjóð prófastsdæmis 5
til 10% af sóknargjöldum eftir nánari ákvörðun héraðsfundar. Sóknar-
nefndum ber að gera stjórn sjóðsins skil á gjaldi þessu eigi síðar
en 30. apríl næstan á eftir að gjöldin eru gjaldfallin.
Prófastur tilkynnir sóknarnefndum fyrir lok hvers árs hvert gjaldið
skuli vera í prófastsdæminu.
Frv. vísaÖ til allsherjarnefndar. Við 2. umræðu var af-
greiðslu frestað og óskað eftir að nefndin tæki málið
til frekari meðferðar. Urðu miklar umræður um nefndar-
álitið, þegar það kom á dagskrá öðru sinni. Sr. Jón Einars-
son og Gunnlaugur Finnsson fluttu breytingartillögu við
till. nefndarinnar varðandi 6. og 7. gr. Skyldi 6. gr. vera
þannig: Til að standa straum af kostnaði vegna bygg'ingar