Gerðir kirkjuþings - 1978, Page 29

Gerðir kirkjuþings - 1978, Page 29
26 23. gr. Auk lögboðinna skýrslna embættismanna þjóðkirkjunnar er biskupi rétt að krefja þá skýrslna um störf þeirra og embættisrekstur í því formi, sem hann ákveður. Þá getur biskup skyldað presta til þess að sækja kirkjulega fundi. 24. gr. Biskupar setja prófasta um stundarsakir, þegar þörf er á. Ennfremur presta til þess að gegna aukaþjónustu samkvæmt tillögum prófasts- dæmisráðs, ef á skortir, að lágmarksfjöldi presta gegni störfum í prófastsdæmi. 2 5 . gr. Biskup hefur umsjón með skipun í embætti í biskupsdæmi og er ráðherra til ráðuneytis um veitingu þeirra. 26. gr. Nú getur biskup ekki gegnt störfum vegna veikinda, fjarveru eða af öðrum sárstökum ástæðum, og getur hann þá með samþykki ráðherra falið öðrum að gegna starfinu um hríð á sína ábyrgð. Nú fellur biskup Islands frá eða lætur af embætti , og skal þá setja þann biskup, sem eldri er að biskupsvígslu, til þess að gegna embætt- inu, unz nýr biskup hefur verið skipaður. Nú fellur Skálholts- eða Hólabiskup frá eða lætur af embætti, og skal þá biskup íslands gegna störfum hans, unz nýr biskup hefur verið skipaður. 27• gr. Biskup vígir eftirmann sinn í embætti, ella vigir biskup íslands eða sá hinna biskupanna, sem eldri er að biskupsvígslu. 28* Sr* Nú losnar biskupsembætti í þjóðkirkjunni. Skal þá ráðherra láta fara fram biskupskjör og sé því lokið innan þriggja mánaða frá því, er embætti losnaði eða fráfarandi biskupi var veitt lausn. 29. gr. Kosningarrétt við kjör biskups Islands hafa biskupar, prófastar, allir fastir kennarar við guðfræðideild Háskóla íslands, sem kjör- gengir eru til biskupskjörs, og allir starfandi þjóðkirkjuprestar innan biskupsdæmisins. Kosningarrétt við kjör Skálholts- og Hólabiskupa hafa biskupar, prófastar og allir starfandi þjóðkirkjuprestar innan biskupsdæmisins. Leikmönnum sé með reglugjörð tryggð þátttaka £ biskupskjöri. Kjörgengir til biskupsembættis eru allir þeir, sem rétt hafa til prestsembættis í þjóðkirkjunni. 30. gr. Kosning skal vera leynileg og skrifleg, og tilnefnir kjósandi einn mann sem biskupsefni. Undirbúning og framkvæmd kosningarinnar skal ráðherra fela kjörstjórn, er skipuð sé ráðmeytisstjóra kirkjumála- ráðuneytisins sem formanni, einum manni tilnefndum af stjórn Presta- félags Islands og einum tilnefndum af ráðherra. Nánari ákvæði um kosn- ingamar setur ráðherra með reglugjörð. 31. gr. Réttkjörinn biskup er sá, sem fær yfir helming greiddra atkvæða. Nú fær enginn það atkvæðamagn, og skal þá kosið aftur milli þeirra þriggja, er flest atkvæði fengu. Sá er þá rétt kjörinn, er flest atkvæði fær.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.