Gerðir kirkjuþings - 1978, Side 31

Gerðir kirkjuþings - 1978, Side 31
28 4 . gr. Biskup íslands fer með yfirstjórn sameiginlegra mála bjóðkirkjunnar og kemur fram fyrir hennar hönd út á við gagnvart stjórnvöldum og erlendum aðilum í málum, sem varða kirkjuna í heild. Biskup íslands hefur samráð og samstarf við hina biskupana um ákvörðun mála og getur falið þeim að koma fram fyrir hönd kirkjunnar. Biskupar fara hver með sérmál biskupsdæmis síns. Þeir vígja presta og kirkjur og hafa tilsjón með kristnihaldi hver í sínu biskupsdæmi, hafa yfirumsjón með öllu kirkju- legu starfi þar og setja fram tillögur, umsagnir og álits- gjörðir um mál, er varða biskupsdæmi þeirra sérstaklega. Þeir setja próföstum, prestum og sóknarnefndum erindis- bréf. Þeir vísitera kirkjur, presta og söfnuði biskups- dæmis síns eigi sjaldnar en á fimm ára fresti. 5 . gr. Biskupsstofa skal vera í Reykjavík. Þar hafa kirkjuþing og kirkjuráð einnig aðsetur. Biskupsstofa annast afgreiðslu sameiginlegra mála kirkjunnar, einnig mál kirkjuþings og kirkjuráðs svo og sérmála Reykjavíkurbiskupsdæmis. Skálholts- og Hólabiskupum er heimilt að ráða sér fulltrúa. Biskup hefur forræði á dómkirkju biskupsdæmis sms og ber ábyrgð á helgihaldi í henni. Eignir og sjóðir, sem bundnir eru ákveðnu biskupsdæmi, heyra undir biskup þess, en Biskupsstofa annast vörzlu og reikningshald annarra eigna. Kirkjuþing ræður kirkju- eignum þeim, sem hér um ræðir, enda mæli lög, skipulags- skrár og aðrir löggerningar því eigi í gegn. 6 . gr. Þegar biskup vígir kirkju, gefur hann út máldaga, þar sem lýst er kirkjunni og getið gripa hennar, eigna og réttinda. Þar skal þess og getið, hversu mikilli þjónustu kirkjan á rétt á árlega, svo og hver sóknarmörk eru. Kirkjumál- daga skal rita £ sérstaka bók, er varðveitist við biskups- embættið. Þá leggur biskup hverri kirkju til sérstaka bók, kirkjubók, sem x verði færðar allar athafnir, sem framkvæmdar eru í kirkjunni. Verði ágreiningur um fornar eignir og réttindi kirkna, skal hann útkljáður eftir lögum um Kristnisjóð frá 1970 og þar, sem þau ná ekki til, eftir þessum máldagaskrám: 1. Vilchins biskups frá 1397. 2. Auðunar biskups frá 1318.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.