Gerðir kirkjuþings - 1978, Side 32

Gerðir kirkjuþings - 1978, Side 32
29 3. Jóns biskups Eiríkssonar frá 1360. 4. Péturs biskups Þorsteinssonar frá 1394. 5. ölafs biskups Rögnvaldssonar frá 1461 og síÖar. 6. Sigurðarregistri frá um 1525 og síðar. 7. Gísla biskups Jónssonar frá um 1570. 7. gr. Biskupar skulu vandlega gæta þess, að eigi veljist aðrir til prestsþjónustu í þjóðkirkjunni en þeir, sem til þess eru hæfir að framkvæma prestlegt embætti og annast sál- gæzlu sóknarbarna sinna. Er engum óvigðum guðfræðingi heimilt að sækja um preststarf í þjónustu kirkjunnar, nema hann hafi áður fengið vottorð biskups um, að hann fullnægi þeim kröfum, sem gjörðar eru til prestsvígslu. Nú synjar biskup um slíkt vottorð, og er þá þeim, sem synjað er, rátt að krefjast þess, að sérstök nefnd athugi og úrskurði hæfni hans. 1 henni eiga sæti auk biskups, forseti guðfræðideildar Háskola íslands og fulltrui kirkju- málaráðherra. 8. gr. Biskup Islands situr í forsæti á kirkjuþingi auk þess sem hann er oddviti kirkjuraðs. Biskupar eiga allir sæti á kirkjuþingi. 9 . gr. Biskup Islands boðar prestastefnu og leikmannastefnu annaðhvort ár. A prestastefnu hafa atkvæðisrétt allir starfandi þjóð- kirkjuprestar og fastir kennarar guðfræðideildar Haskola Islands með guðfræðimenntun. Aðrir prestar og guðfræðingar eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti. A leikmannastefnu eiga sæti einn fulltrúi frá hverju prófastsdæmi kjörinn af leikmönnum á héraðsfundi og einn fulltrúi fyrir hver landssamtök kristilegra félaga, sem starfa á kenningargrundvelli þjóðkirkjunnar. 10. gr. Biskup Islands boðar biskupafund eigi sjaldnar en einu sinni á ári. Biskupafundur getur la.gt mál fyrir kirkju- þing. 11. gr. Biskupum séu lagðir til embættisbústaðir.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.