Gerðir kirkjuþings - 1978, Side 37

Gerðir kirkjuþings - 1978, Side 37
34 19 . gr. Prófastsdæmisráð hefur umsjón með málum prófastsdæmisins milli hérðs- funda. Það gjörir m.a. tillögur til héraðsfunda um ráðningu nýrra starfsmanna og breytingar á skipan sókna og starfs innan prófastsdæmisins. Það ákvarðar sóknargjald í prófastsdæminu og gjörir tillögu til biskups um auglýsingu prestsembætta, þar sem kveðið er á um væntanlega frum- og sérþjónustuskyldu. Prófastsdæmisráð setur sóknarnefndarmönnum erindisbréf. 20. gr. Prófastur kallar prófastsdæmisráð saman til fundar svo oft sem þurfa þykir. 21. gr. Prófastsdæmisráð fær greidda reikninga fyrir vinnu og útlagan kostnað úr jöfnunarsjóði prófastsdæmisins. IV. KAFLI. Um prófast. 22. gr. Biskup skal leita álits presta annars vegar og formanna sóknarnefnda hins vegar um, hvaða prestur skuli gegna störfum prófasts. Skipar ráðherra þann, sem biskup mælir með. 23. gr. Prófastur er fulltrúi biskups í prófastsdæminu og hefur umsjón með starfi þess. Hann gefur umsögn til biskups um umsækjendur til prests- embættis í prófastsdæminu. Hann gegnir úttektarskyldu á prestsetrum í prófastsdæminu, vísiterar sóknirnar með biskupi og fylgir eftir ákvörðunum vísitazíu, héraðsfundar og prestafunda. Jafnframt hefur hann eftirlit með kirkjum, kirkjueignum, heimagrafreitum o.fl. 24. gr. Prófastur nýtur hærri launa en sóknarprestur og fær greitt að auki fyrir embættisferðir sem prófastur innan prófastsdæmisins úr ríkis- sjóði eftir reikningum, sem ráðherra úrskurðar. 25. gr. Prestssetur prófasts í þéttbýli II og strjálbýli er jafnframt prófasts- setur. Prófastur í þéttbýli I nýtur húsnæðis fyrir skrifstofu, sem rikissjóður og/eða sveitarfélag leggur til með samþykki ráðherra. 26. gr. Prófastur skipuleggur endurmenntun sóknarpresta prófastsdæmisins £ samráði við biskup og ákvörðun prestafundar. Hann sér um guðfræði- legt bókasafn prófastsdæmisins, er njóti stuðnings frá ríkissjóði að 3/4 hlutum með samþykki ráðherra. V. KAFLI. Um prest. 27. gr* Sóknarprestur er sá, sem veitt hefur verið prestsembætti og gegnir þvi. Sá einn hefur rétt til að sækja um slíkt embætti, sem lokið hefur embættisprófi frá guðfræðideild Háskóla Islands eða öðrum viðurkenndum guð fræðisk óla. Ráherra auglýsir laust prestsembætti að ósk biskups og veitir það að fenginni skriflegri umsögn um hæfasta umsækjanda frá biskupi, prófasti, formönnum sóknarnefnda í prófastsdæminu og sóknarnefndarmönnum í þeim sóknum, þar sem hann á að gegna frumþjónustu. Hafi væntanlegur prestur ekki hlotið vígslu, vígir biskup hann, eftir að hafa kannað hæfni hans til embættis.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.