Gerðir kirkjuþings - 1978, Side 38

Gerðir kirkjuþings - 1978, Side 38
35 28. gr. Prestur starfar samkvæmt erindisbréfi, sem biskup og prófastur setja honum. Erindisbre'f fjallar um skyldur, ábyrgð og þjónustu prestsins. Þar er tilgreind frumþjónusta hans og sérþjónusta. Biskup getur í samráði við prófast sett presti nýtt erindisbréf, og er þá hið eldra úr gildi fallið. Prestur gegnir að öðru leyti störfum eftir því, sem lög og venjur standa til. 29. gr. Prestur nýtur lögkjara sem opinber starfsmaður. Prestafélag íslands fer með samningsrétt hans um laun og kjör. Nú skortir á, að prófastsdæmi sé þjónað af lágmarksfjölda þeirra presta, sem lög gjöra ráð fyrir. Er þá öðrum prestum prófastsdæmis- ins skylt að taka að sér umframþjónustu, enda njóti þeir fyrir það umframlauna úr Kristnisjóði. Biskup úrskurðar umframlaunin, en nsi ágreiningur, skal hann úrskurðaður af 3ja manna nefnd, sem í eiga sæti fulltrúar biskups og Prestafélags íslands og ráðuneytisstjóri, sem jafnframt er oddviti nefndarinnar. 30. gr. Prestur fær greiddan ferða- og skrifstofukostnað embættis sms, sem ráðherra kveður á um fyrirfram til tveggja ára í senn að fengnum tillögum biskups. Upphæðin greiðist prestinum mánaðarlega. Ráðuneytið leggur prestum til löggiltar embættisbækur, svo og eyðu- blöð undir lögboðnar skýrslur og embættisvottorð. Fyrir aukaverk ber sóknarpresti einum þóknun eftir gjaldskrá, sem Prestafélag Islands setur með samþykki ráðuneytis. 31- gr. Biskup ákveður að fengnum tillögum prófasts og með heimild ráðherra, hvar prestssetur ‘skuli vera. Prestar í þéttbýli I fá ekki embættis- bústað. Ráðherra skal láta byggja og halda við prestssetrum eftir þvi sem fé er veitt til á fjárlögum. Byggingar og viðhald skal vandað og unnið eftir teikningum og kostnaðaráætlun, sem ráðuneyti samþykkir, og skal byggingaeftirlitsmaður á prestssetrum hafa eftirlit með ffamkvæmdum. 32. gr. Presti er skylt að sækja kirkjulega fundi, sem biskup boðar honum. ékal hann að jafnaði sækja námskeið til endurmenntunar a.m.k. á tiu ára fresti. Vísað til löggjafarnefndar. Um afgreiðslu, sjá við 7. mál.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.