Gerðir kirkjuþings - 1978, Side 41
38
og 2 leikmenn kjörnir af kirkjustefnu hvers biskupsdæmis til 4 ára,
auk 1 fulltrúa frá guðfræóideild Háskóla Islands.
10. gr.
Biskup Islands er forseti kirkjuþings. Hann boðar þing með hálfs
mánaðar fyrirvara og sendir um leið dagskrá þingsins ásamt nauðsyn-
legum gögnum. Ritari biskups íslands annast ritarastörf á þinginu.
11. gr.
Kirkjuþing kýs starfsnefndir í einstökum málum, bæði þingnefndir og
milliþinganefndir. Milliþinganefndir taka laun úr ríkissjóði eftir
nánari ákvörðun ráðherra.
i2.gr.
Kirkjuþing kýs þriggja manna þingfararkaupsnefnd. Ráðherra úrskurðar
reikninga, sem ríkissjóður greiðir.
Um kirkjuráð.
III. KAFLI.
13. gr.
Kirkjuráð er framkvæmdastjórn þjóðkirkjunnar og
efni, sem vísað er til þess.
úrskurðar um ágreinings-
^14. gr.
Kirkjuráð skipa biskup Islands ásamt leikmanni og presti kjörnum af
kirkjubingi til 4 ára auk varamanna. Varamað\ir biskups íslands er
sá biskupa, sem eldri er að starfsaldri.
15. gr.
Biskup Islands kallar kirkjuráð til fundar. Skylt er að kalla það
saman, þegar einn ráðsmanna óskar.
16. gr.
Ráðherra úrskurðar reikninga kirkjuráðs, sem greiddir eru úr ríkissjóði.
IV. KAFLI.
Um fjölda ríkislaunaðra starfsmanna þjóðkirkjunnar.
17.^gr.
Fjöldi ríkislaunaðra starfsmanna þjóðkirkjunnar miðast við fólksfjölda
í landinu. Kirkjan heldur núverandi fjölda starfsmanna sinna. Siðan
bætist henni nýr starfsmaður hvert sinn, sem þjóðinni fjölgar um
3.000 manns. Biskup Islands og kirkjuráð ákveða nánar, hvar nýir starfs-
menn eru settir til starfa.
VísaÖ til löggjafarnefndar. Alit hennar var svohljóðandi:
Afgreiðsla allsherjarnefndar á 6 / máli var þessi:
Breytingartill. kom fram frá Gunnlaugi Finnssyni. Var hún
samþykkt og 5., 6. og 7. mál afgreidd með þessari ályktun:
Kirkjuþing leggur til að 5., 6. og 7. máli kirkjuþings verði
vísað til kirkjuráðs, enda skipi það 3ja eða 5 manna nefnd
úr hópi kirkjuþingsmanna til að kanna málin betur og leita
álits kirkjulegra aðila og skila áliti til næsta kirkjuþings.