Gerðir kirkjuþings - 1978, Side 44

Gerðir kirkjuþings - 1978, Side 44
41 4. gr. Þjóðkirkjan starfrækir tónskóla, sem söngmálastjóri veitir forstöðu. Skal skólinn vera búinn nauðsynlegum hljóðfærum, svo sem pfpuorgeli og píanói til kennslu og æfinga. Hlutverk tónskólans er að veita verðandi kirkjuorganistum menntun í orgelleik, söngstjórn, raddþjálfun, lítúrgíu, tón- fræði, hljómfræði, tónheyrn og öðru því, er að kirkjutónlist lýtur. Skólanefnd skipa 3 menn: Starfandi prestur tilnefndur af biskupi Islands, kennari í messusöng við Háskóla Islands og maður tilnefndur af kirkjumálaráðherra. Nánari ákvæði um hlutverk skólans og starfrækslu skulu sett í reglugjörð. Kostnaður við stofnbúnað og rekstur tónskólans greiðist úr ríkissjóði. 5 . gr. Þeir sem æskja inngöngu í Tónskóla þjóðkirkjunnar, skulu hafa hæfileika til tónlistarnáms. Þeir skulu hafa meðmæli sóknarprests síns. 6 . gr. Lokapróf frá Tónskóla þjóðkirkjunnar veitir réttindi til organistastarfa og tónlistarkennslu. Nemendur tónskólans öðlast að öðru leyti ráttindi I sam- ræmi við þá áfanga (námsstig), sem þeir ljúka í náminu samkvæmt nánari ákvæðum I reglugjörð. 7. gr. Störf organista skulu tengd tónlistarkennslu, þar sem því verður við komið.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.