Gerðir kirkjuþings - 1978, Side 47

Gerðir kirkjuþings - 1978, Side 47
44 gerum við eftirfarandi tillögu til frumvarps um málið, en stefnt yrði þá að því, að það yrði lagt fram hið fyrsta fyrir ríkisstjórn til flutnings á Alþingi. Frumvarp_t i 1_1 a ga um_Kjlrkj ub^g_gingasj_óð. 1. gr. Hlutverk Kirkjubyggingasjóðs er að veita þjóðkirkjusöfnuðum lán til kirkjubygginga í sóknum landsins og til varanlegra endurbóta á eldri kirkjum. Að fengnum meðmælum sóknarnefndar er heimilt að veita lán úr Kirkjubyggingasjóði til kirkjubygginga eða endurbóta á kirkjum þótt í einkaeign sl, hafi hlutaðeigandi söfnuður neitað að taka við kirkjunni sem sóknarkirkju með sann- gjörnum kjörum að dómi prófasts, enda sl kirkjan notuð í þágu þjóðkirkjusafnaðar svo sem safnaðareign væri og eignir hennar ófullnægjandi til framkvæmdanna að dómi sj óðstj órnar. Sjóðstjórn ákveður lánakjör. 2 . gr. Ríkissjóður skal árlega greiða í Kirkjubyggingasjóð eigi lægri upphæð en kr. 35.000.000,- og breytist sú upphæð í samræmi við breytta byggingavísitölu. Stjórn sjóðsins skal skipuð þrem mönnum. Biskup íslands á sæti í stjórninni og er formaður hennar, en tveir stjórnar- menn skulu kosnir af kirkjuþingi og jafnmargir til vara. Skal annar þeirra vera leikmaður en hinn prestur. Kjör- tímabil er fjögur ár. Reikningar sjóðsins skulu birtir í Stjórnartíðindum. 3 . gr. Ekki má veita lán úr sjóðnum samkv. 1. gr. nema teikning af kirkjubyggingu eða endurbót eldri kirkju hafi verið samþykkt af þriggja manna nefnd, er í skulu eiga sæti biskup Islands, húsameistari ríkisins, og þriðji maður, sem kirkjumálaráðherra skipar. Arlegar tekjur kirkjunnar skulu vera til tryggingar láninu. Lánsupphæðin miðast við stærð kirkju og má nema allt að kr. 14.000,- á hvern teningsmetra þó aldrei meir en kr. 70.000,- á hvern fermetra gólfflatar, og breytast þessar upphæðir £ samræmi við byggingarvísitölu.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.