Gerðir kirkjuþings - 1978, Page 60

Gerðir kirkjuþings - 1978, Page 60
57 1978 1_1. kirkj_u^ing_ 21.mál Frumvar£ til laga_uin veitin^gu^pre^takall-a^ Fyrir þinginu lá til umsagnar frumvarp til laga um veitingu prestakalla samiö af meirihluta nefndar, sem kirkjumála- ráðherra skipaði 20. júli 1977 til að endurskoða lög um veitingu prestakalla. Álit minnihluta þeirrar nefndar la einnig fyrir.Formaður nefndarinnar, Gunnlaugur Finnsson, kirkjuþingsmaður, gerði grein fyrir störfum nefndarinnar og niðurstöðum. Var málinu visað til löggjafarnefndar. Meiri hluti ráðherranefndarinnar, Gunnlaugur Finnsson, Friðjón Þórðarson, Geirbrúður Hildur Bernhöft og sr. Sigurður H. Guðmundsson, var sammála um niðurstöður, en minni hlutinn, Guðrún Ásgeirsdóttir, skilaði sértillögum um breyt. á lögum nr. 32/1915. Frv. meirihlutans fer hér á eftir og sértill. minnihlutans eru á bls. 62. Frumvarp til laga um_ve_itingu pre_staka_lla. I. KAFLI. 1. gr. Þegar prestakall losnar og prestur er eigi kallaður til embættis, sbr. 7. gr., auglýsir biskup kallið með hæfi- legum umsóknarfresti. 2 . gr. Að liðnum umsóknarfresti sendir biskup prófasti hlutað- eigandi prófastsdæmis, sé hann eigi umsækjandi, svo og sóknarnefndarmönnum prestakallsins skrá yfir bá, er sótt hafa, ásamt skýrslu um aldur þeirra, náms- og embættis- feril og störf. Jafnframt sendir hann prófasti nægilega marga atkvæðaseðla með nöfnum umsækjenda og felur honum að boða kjörmenn prestakallsins á sameiginlegan fund inn- an tiltekins tíma.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.