Gerðir kirkjuþings - 1978, Page 67

Gerðir kirkjuþings - 1978, Page 67
64 20. gr. Orðin "þó eigi undir 20 kr." falli niður. Sömu- leiðis'síðasta málsgrein greinarinnar. 22. gr. Sóknarnefndum ásamt safnaðarfulltrúum er heimilt að kalla prest, er prestakall losnar. Ef 3/4 sóknarnefndar- manna og safnaðarfulltrúa eru einhuga um að kalla tiltekinn prest eða guðfræðikandidat til starfa án umsóknar, er kvatt til safnaðarfunda í hverri sókn prestakallsins í samráði við prófast, sem tilkynnir biskupi um það. Skal fundarefni aug- lýst £ fundarboði. Sambykki meirihluti atkvæðisbærra manna x prestakallinu köllunina á fundunum, skal biskup birta hana þeim presti eða kandidat, sem í hlut á. Taki hann köllun, skal -veita honum embættið tímabundið, eigi lengur en 4 ár í senn. Hljóti viðkomandi ekki tilskilið fylgi eða taki hann ekki köllun, skal prestakallið auglýst og efnt til almennra kosninga. Málinu var, eins og áður segir, vísað til löggjafarnefndar, ásamt ýtarlegri greinargerð, sem fylgdi bví, svo og sértill. minnihlutans. Alit löggjafarnefndar var þetta: Kirkjuþing 1978 hefur fengið til umsagnar frumvarp til laga um veitingu prestakalla, samið af nefnd sem dóm- og kirkju- málaráðherra skipaði 20. júlí 1977 til að endurskoða lög um veitingu prestakalla, álit meiri- og minnihluta. Kirkjuþing áréttar fyrri ályktanir sínar um breytta skipan á veitingu prestakalla, að almennar prestskosningar verði afnumdar. Nefndarálit meirihluta ráðherranefndarinnar tekur að verulegu leyti tillit til þessa sjónarmiðs, þótt þar sé enn haldið möguleika til almennra kosninga, ef verulegur hluti sóknarfólks óskar. Þótt þessi tillaga gangi skemur en kirkjuþing óskar, er augljóst, að hér er um málamiðlun að ræða, sem vænta má, að nái samþykki. Þess vegna mælir kirkjuþing með samþykkt þessa frumvarps, meðan Alþingi getur ekki fallizt á fyrri ályktanir kirkjuþings. Þá telur kirkjuþing rétt að vekja athygli á, að fram hafa komið tillögur um breytta skipan á ráðningu presta til starfa, sem mundu gjöra prestskosningar óbarfar, ef fram næðu að ganga.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.