Gerðir kirkjuþings - 1978, Side 68

Gerðir kirkjuþings - 1978, Side 68
65 Kirkjuþing gjörir eftirfarandi athugasemdir við téð nefndar- frumvarp: A. Um álit meirihluta nefndarinnar. 1. Kirkjuþing telur varhugavert ákvæði 5. gr., að hægt sá að krefjast almennrar kosningar, eftir að kjörmenn hafa lokið kosningu sinni, og telur, að slík krafa verði að koma fram áður en kjörmenn ljúka kosningu. Annars er hætta á deilum og úlfúð innan sóknarinnar, ef rifta á kosningu kj örmanna. 2. Kirkjuþing telur nægjanlegt að ákveða, að allt sóknar- fólk, sem náð hefur 17 ára aldri, hafi kosningarrátt við prestskosningar. Öbarft virðist að þrengja þetta ákvæði til samræmis við lög um kosningar til Alþingis. 3. Kirkjuþing bendir ennfremur á, að í frumvarpi kirkju- þings um sóknir er gjört ráð fyrir fjölgun sóknarnefndar- manna í fjölmennari sóknum. Rátt væri fyrir nefndina að athuga, hvort þær tillögur nægja til að tryggja eðlilegt vægi atkvæða fulltrúa þáttbýlis, þar sem mjög fámennar sóknir eru í sama prestakalli og þáttbýli. B. Kirkjuþing hafnar þeirri meginstefnu, sem fram kemur í áliti minnihlutans. Alit þetta var samþykkt samhljóða.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.