Gerðir kirkjuþings - 1978, Side 75

Gerðir kirkjuþings - 1978, Side 75
72 hann hefði í huga að rita útvarpsráði bréf, þar sem hann m.a. kæmi inn á það mál, sem hér er um að ræða. Einnig kvaðst hann vera að undirbúa að hreyfa málinu á Alþingi, enda gerði hann það manndómlega svo sem vænta matti. Þótti kirkjuráði ekki annar kostur betri fyrir hendi en að njóta hans að í þessu máli. I tillögunni eins og þingið gekk frá henni var einnig eindregin áskorun til útvarpsráðs um að verða við tilmælum mínum um að ljúka hverri dagskrá hljóðvarps með lestri úr Guðs orði eða stuttri kristilegri hugvekju. Þá var þess og óskað að þátturinn ”Að kvöldi dags" £ sjónvarp- inu væri fluttur fyrr á sunnudagskvöldum. Um þetta hvort tveggja hafði ég ritað útvarpsráði og ítrekaði nú að nýju tilmælin um þetta. Komu tveir fulltrúar útvarpsráðs á minn fund af þessu tilefni. Árangur af þeim viðræðum varð sá að á jólaföstu voru fáeinar mínútur teknar frá í kvölddagskrá hljóðvarps, þar sem slegið var á helgan streng. Ekki þótti fært að ganga lengra í guðrækni á þessum vettvangi, en talað var um, að þetta mætti skoðast sem tilraun, er leitt gæti til framhalds, ef vel tækist. Ekki veit ég hvernig útvarpsráð hefur metið útkomuna af þessari tilraun, en hitt vita allir, að ekki er þetta fastur liður í vetrardagskrá útvarpsins nú. Um þáttinn "Að kvöldi dags” er það einnig vitað, að þar hefur engin breyting orðið, og tel ég hiklaust, að búið sé markvisst að eyðileggja mestöll not af þeim bætti með þvx, hvar honum er skipað á langri kvölddagskrá sunnu- daganna. Þáttur sem kemur ekki fvrr en undir miðnætti, að undangengnu efni, sem að jafnaði er þannig valið, að það höfðar ekki til nema takmarkaðs hluta sjónvarpsáhorf- enda, fer framhjá flestu fólki. 8. mál, tillaga til þingsályktunar um þátttöku leikmanna í kirkjulegu starfi, fól í sér hvatningu, sem vænta mátti að prestar og leikmenn gæfu gaum. En kirkjuráð fól biskupi að halda þessu máli vakandi í sambandi við hinn almenna bænadag og hefur verið reynt að gera það. 9. mál, tillaga til þingsályktunar um kirkjuhús í Reykjavík. Kirkjuráð samþykkti að leggja kirkjumálaráðherra þetta mál á hjarta að nýju til og fól Gunnlaugi Finnssyni að ræða það við hann. Þetta mál hafði verið mikið rætt við ráðamenn og bent á leiðir, sem virðast máttu sæmilega færar til þess að afla opinbers fjárstuðnings við þetta fyrirtæki. Virtust

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.