Gerðir kirkjuþings - 1978, Page 78

Gerðir kirkjuþings - 1978, Page 78
75 23. mál, tillaga til þingsályktunar um endurskoftun náms- efnis í kristnum fræðum. Þessu mali var visað til mennta- málaráðherra og hefur allnokkur skriður verið á þessu efni. 24. mál, tillaga til bingsályktunar um útgáfu leiðbeininga um kirkjulegt starf leikmanna. Vár því frestað að sinni en tekið upp síðar í kirkjuráði í sambandi við umræður um námskeið fyrir leika starfsmenn kirkjunnar, sem Presta- félag Hólastiftis forna gekkst fyrir á Hólum £ fyrra. Var þá um það rætt, að reynslan af því námskeiði kynni að gefa bendingar um hvers væri einkum þörf í þessu sam- bandi. 25. máli, tillögu til þingsályktunar um kirkjufundi, var vísað til kirkjuráðs til athugunar og úrlausnnar. Nokkur athugun hefur verið á þessu gerð, þ.e. á því, hvort til- tækilegt sé að reyna að endurvekja kirkjufundi í beirri mynd, sem þeir höfðu áður. Hefur sú athugun ekki leitt til jákvæðrar niðurstöðu. En þar með er ekki sagt að ekki kæmi til greina tilraun til almennra funda í öðru formi. 26. mál, tillaga til þingsályktunar um altarisþjónustu leikmanna. Var þessari tillögu visað til biskups og kirkju- ráðs til athugunar. Ég vísa í bvx sambandi til bess, sem ég sagði áður um altarissakramentið og tel að sama máli gegni um þetta eins og það. Get ég enn vitnað til áður nefndrar tillögu til Messubókar bar sem tilgreint er, hvernig leikmenn geti aðstoðað við guðsbjónustur. 27. máli, tillögu til þingsályktunar um sálgæslu á síð- kvöldum, vísaði þingið til dómprófasts og presta Reykja- víkurprófastsdæmis og sendi kirkjuráð málið til dómprófasts í samræmi við þessa afgreiðslu. 28. mál, tillaga til bingsályktunar um sálgæslu safnaðar- fólks. Því máli vísaði kirkjuráð til skipulagsnefndar sálgæslu, sem kosin var í\ prestastefnu 1976. Eg hef þá gert stutta grein fyrir sambykktum kirkjuráðs um þingmál síðasta kirkjuþings eins og á beim var tekið fyrst. Mörg beirra bar að sjálfsögðu á góma á síðari fundum, auk annarra málefna, sem kirkjuráð ber ábvrpð á.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.