Gerðir kirkjuþings - 1978, Side 79

Gerðir kirkjuþings - 1978, Side 79
76 Tímafrekust þeirra málefna, fyrir utan afgreiðslur kirkju- þings, er Skálholtsstaður, svo og rekstur Kristnisjóðs. Það hefur stundum gengið treglega að innheimta lögboðnar greiðslur ríkisins í sjóðinn. Þannig lá það fyrir á aðal- fundi kirkjuráðs 1977, að af framlagi ríkisins fyrir árið 1976, sem með vöxtum nam rúmum 15 milljónum, hafði ekki komið inn nema tæpar 6. Þetta olli erfiðleikum að sjálf- sögðu. Einnig og þó öllu frekar hafði mjög staðið á því að andvirði seldra kirkjujarða skilaði slr frá landbúnaðar- ráðuneytinu í Kristnisjóð. En með góðum atbeina kirkjumála- ráðuneytis fekkst fram leiðrltting á því máli, eins og reikningar Kristnisjóðs bera með slr. Þess er þó að gæta að stór hluti þeirra upphæða sem færðar eru á reikninginn undir þessum lið er í langtíma skuldabrlfum og bundið. 1 sambandi við þetta mál gerði kirkjuráð ályktun á aðal- fundi sínum 1977 svohljóðandi: "Með hliðsjón af því ákvæði laga nr. 35/1970, að andvirði seldra kirkjujarða skuli renna í Kristnisjóð sem stofnfl, telur kirkjuráð óeðlilegt, að slíkar eignir slu seldar án þess að verð þeirra sl ákveðið £ samráði við þann aðila, þ.e. kirkjuráð, sem skv. nefndum lögum hefur á hendi umsjón og stjórn Kristnisjóðs". Varðandi hinar föstu, lögbundnu greiðslur ríkisins í Kristnisjóð var mikill misbrestur á að bær væru inntar af hendi, enda áætlun fjárlaga um þennan útgjaldalið handahófsleg, þar sem upphæð var sett inn af einhverju því brjóstvitisem Ig kann engin skil á, án þess að hún væri miðuð við þann útreikning sem fyrir lá um þá fjár- hæð sem gjaldfalla myndi á árinu. Var þá auövitað erfitt að innheimta flð, úr því heimild var ekki til á fjárlögum. Olli þetta miklum erfiðleikum á tímabili en hefur komist í lag. Alyktun hlr að lútandi samþykkti kirkjuráð á síð- asta aðalfundi svolátandi: "Að gefnu tilefni vill kirkjuráð mælast til þess við hið háa kirkjumálaráðuneyti, að það hlutist til um að lögboðin framlög ríkisins í Kristnisjóð greiðist mánaðarlega fyrirfram á sama hátt og embættis- laun (sbr. lög nr. 35/1970, 20. gr., liður b. og c.). Ljóst má vera að Kristnisjóður getur ekki sinnt skyldum sínum samkvæmt lögum nema greiðslur bessar berist skilvís- lega". Við þessari ályktun barst jákvætt svar og hafa umræddar greiðslur verið í nokkurn veginn horfi síðan.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.