Gerðir kirkjuþings - 1978, Page 80
77
Af málum sem kirkjuráð hefur tekið frumkvæði um á því
tímabili, sem hér er um að ræða, vil ég nefna þrennt.
Hið fyrsta er reyndar ekki beinlínis upp komið að frumkvæði
kirkjuráðs. Það er hugmyndin um blaðafulltrúa fyrir
kirkjuna. Kirkjuþing hefur tvívegis samþykkt ályktunar-
tillögur um það að fela kirkjuráði að útvega kirkjunni
slíkan starfsmann, auk þess sem það mál hefur tíðum borið
á góma endranær. Kirkjuráð hefur ekki til þessa getað
beitt sér að framkvæmd þessa máls. Bar það til fyrst,
að Kristnisjóður hafði ekki bolmagn til þess að bæta á
sig þeim útgjöldum, sem hér var um að ræða, meðan allur
þunginn af rekstri SkalholtsskoTa hvxidi a honum. I annan
stað er starfið vandasamt og mikið í húfi um, að vei yrði
af stað farið á þessu sviði, að kirkjan gæti átt vöi á
manni með góða hæfiieika og sérmenntun. Um hiutastarf
gat verið að ræða, en hæfnin ekki síður mikiivægt atriði,
ef miðað var við siíka iausn. Tiiraun var gerð um bráða-
birgðalausn í samráði og samstarfi við Hjálparstofnun
kirkjunnar, en eins og vænta mátti var það ekki fullnægj-
andi til frambúðar og gat ekki samrýmst ábyrgðarmiklu
og erilssömu aðalstarfi. A aðalfundi þessa árs tók kirkju-
ráð ákvörðun um að veita nokkurt fé £ þvi skyni að geta
ráðið blaðafulltrúa. 1 framhaldi af því hefur kirkjuráð
auglýst þetta starf. Þegar þetta mál var á dagskrá kirkju-
ráðs í vetur, var það upp tekið og rætt 1 viðtæku samhengi.
Framhald þeirra umræðna var það málefni, sem síðasta
prestastefna snerist um. Þar var um það rætt, að það er
knýjandi nauðsyn fyrir kirkjuna, að hún kanni stöðu sina
í þjóðlífi og þjóðarvitund, með þá spurningu í huga, á
hvern hátt hún getur látið betur til sín heyra, hvernig
hún stendur gagnvart fjölmiðlum, þeim aðiljum, sem móta
almenningsálitið í landinu, hvaða nýja farvegi hún getur
fundið og þarf að finna, fyrir utan þá sígildu, þ.e.
predikunar- og safnaðarstarfið í sínu meira eða minna
hefðbundna formi. Afgreiðsla prestastefnunnar á dagskrár-
máli sínu í vor var sú, að hún fól biskupi að skipa nefnd
til víðtækrar athugunar. íg hef ekki enn framkvæmt þetta
og er þó ráðinn x að gera það, ef mér endist aldur til.
En ég þarf að gera mér gleggri og nákvæmari grein fyrir
verksviði og verkatilhögun slíkrar nefndar, áður en ráðist
er í að skipa hana. Hvernig á að standa að þessu verki,
hvaða sérþekkingu þarf að kveðja til og hagnýta sér? Þess
vegna er mikilvægt að kirkjan geti haft á að skipa föstum