Gerðir kirkjuþings - 1978, Page 84

Gerðir kirkjuþings - 1978, Page 84
81 kirkjuráðs með ósk um, að það yrði lagt fyrir næsta kirkju- þing. Þetta er nú gert, álitið liggur hér fyrir í heild sinni og er eðlilegt, að nefnd fái það til meðferðar og um- sagnar. En jafnframt þótti kirkjuráði'einsætt að taka út úr álitinu ákveðna þætti og þá slíka bálka, sem þar liggja fyrir sem nokkurn veginn fullbúin frumvörp til laga, og leggja þau mál fyrir þingið sem frumvörp. Nú er það svo, að tveir starfsháttanefndarmenn eru jafn- framt kirkjuþingsmenn. Var kirkjuráð einhuga um, að eðli- legast væri að fela þeim tveimur að ganga frá málum til flutnings hér á þinginu og hafa framsögu. Allt um það eru málin flutt í nafni kirkjuráðs skv. tilmælum presta- stefnu. Einstakir kirkjuráðsmenn eru samt óbundnir og áskilja sér rétt til viðhorfa til málanna eftir eigin mati. Ljóst er, að hér eru á ferð veigamikil mál, sem munu krefjast mikillar vinnu af þessu þingi. Það mun hafa ærinn starfa á þeim tíma, sem það má mestum verja til setu, ef það á að skila því af höndum, sem þegar er tilbúið til flutnings. Sigurbjörn Einarsson.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.