Gerðir kirkjuþings - 1989, Page 14
Löaaiafarnefnd
Halldóra Jónsdóttir
Ingimar Einarsson
sr. Jón Einarsson
Jón Guðmundsson
sr. Jónas Gislason
sr. Þorbergur Kristjánsson
sr. Þórhallur Höskuldsson
Formaður löggjafarnefndar var kosinn sr. Þórhallur Höskuldsson
og ritari Ingimar Einarsson.
Þinafararkaupsnefnd
Guðmundur Magnússon
Halldóra Jónsdóttir
sr. Sigurjón Einarsson
Formaður þingfararkaupsnefndar var kosinn sr. Sigurjón Einarsson
og ritari Halldóra Jónsdóttir.
Auk kjörinna fulltrúa eiga lögum samkvæmt sæti á Kirkjuþingi:
Biskup íslands, sem er forseti þess, kirkjumálaráðherra eða
fulltrúar hans, en þeir voru til skiptis Anna Guðrún Björnsdóttir
deildarstjóri og Þorleifur Pálsson skrifstofustjóri.
Vigslubiskupar eiga rétt á fundarsetu og hafa málfrelsi og
tillögurétt. Að þessu sinni sat aðeins annar vigslubiskupinn, sr.
Sigurður Guðmundsson, sem slíkur, þar sem hinn, sr. Jónas
Gislason, var kjörinn fulltrúi.
Þingfundir voru i safnaðarsal Bústaðakirkju og nefndarfundir i
öðrum herbergjum þar til húsa. Hver þingfundur hófst á
helgistund.
Þingfundir urðu alls 15.
Fundir i allsherjarnefnd 4, i fjárhagsnefnd 9 og í
löggjafarnefnd 8.
Kirkjuþingsmenn og aðrir gestir ásamt mökum sátu boð
ráðherrrahjónanna Svövu Kjartansdóttur og Óla Þ. Guðbjartssonar
í Borgartúni 6 i Reykjavik, ennfremur biskupshjónanna frú Ebbu
Sigurðardóttir og herra Ólafs Skúlasonar heima i biskupsgarði.
Fyrir Kirkjuþing voru lögð 34 mál þar af ein fyrirspurn. Geta má
þess að meðal þessara mála voru ýmsar skýrslur. Málin hlutu
þingræðislega afgreiðslu, fara þau hér á eftir eins og þau voru
lögð fyrir og siðan i þeirri mynd, sem þingið afgreiddi þau.
Forseti íslands sendi Kirkjuþingi eftirfarandi kveðju sina:
nÉg sendi Kirkjuþingi bestu óskir um gifturík störf og bið
kirkjunnar mönnum og fjölskyldum þeirra allrar blessunar.
Kærar kveðjur
Vigdis Finnbogadóttir"
11