Gerðir kirkjuþings - 1989, Page 21
frammi til athugunar fyrir Kirkjuþingsmenn og ber að ákvarða á
þinginu, hvert framhaldið á að vera og hvernig nýta eigi sér
þessa könnun.
10. mál. Kirkiulea menninaarmiðstöð á Hólum í Hialtadal.
Kirkjuráð samþykkti, að biskup skrifaði landbúnaðarráðherra bréf
og leiti samkvæmt samþykkt Kirkjuþings 1988 eftir nægjanlegu
landrými á Hólastað undir starfsemi Þjóðkirkjunnar i framtiðinni.
Ennfremur að bent sé á, hversu vel færi saman bænda og
kirkjumenning og mikilvægi Hólastaðar sem menningarseturs. Biskup
reit bréf þetta til ráðuneytisins nú i siðasta mánuði, en ekki
hefur borist svar.
11. mál. Stuðninaur Þióðkirkiunnar við Öryrkiabandalaq íslands.
Ályktun Kirkjuþings var í tvennu lagi:
A. Lýst var yfir fyllsta stuðningi við jafnréttis og
hagsmunabaráttu fatlaðra og að Þjóðkirkjan láti meira til
sin taka á þvi sviði.
B. Skorað er á stjórnvöld að halda markvisst áfram framkvæmdum
og þjónustu i þágu fatlaðra, svo að þeim sé gert kleift að
lifa sem eðlilegustu lifi.
Áætlunin var birt i fjölmiðlum og send ferlinefnd fatlaðra og
félagsmálaráðuneytinu.
í þessu sambandi má líka benda á hlutverk Sólheima, sem
Þjóðkirkjan ber ábyrgð á, en þar hafa átt sér stað miklar
framkvæmdir, og í heimsókn i sumar fundum við hjónin hinn góða
anda og fúsleika til þess að búa vistmönnum sannkallað heimili.
Væri ekki úr vegi að huga að því hvort Kirkjuþing gæti einhvern
tímann heimsótt Sólheima og kynnst starfinu þar af eigin raun.
12. mál. Um kirkiuklukkur:
Kirkjuþing samþykkti að fela Kirkjuráði að sjá um, að jafnan sé
fyrir hendi sérfræðileg ráðgjöf og viðgerðarþjónusta bæði
varðandi nýjar kirkjuklukkur og viðgerð á eldri klukkum svo og
búnaði öllum.
Kirkjuráð fól fræðslustjóra að gera tillögur um, hvernig best
verði staðið að þessu máli.
13. mál. Um útfarasiði:
Kirkjuráð samþykkti, að biskup kallaði saman nefnd 3ja manna til
þess að kanna þetta mál betur. Ennfremur var því vísað til
Prófastafundar.
18