Gerðir kirkjuþings - 1989, Page 26
Frá 1984
Nú er verið að vinna að siðari hluta álits Kirkjueignanefndar og
mun tölvuskráningu langt komið. Efnisþættirnir eru þessir:
Inngangur, fjallað um heimildir að skránni, gildi þeirra tilurð
og áreiðanleika. Skrá um jarðeignir kirkjunnar 1597 - 1984,
eignarhald kirkjujarða eftir timabilum, matsverð jarða, söluverð
og kaupverð, þar sem það á við. Skrá um eignir einstakra kirkna.
Skrá um fasteignamat jarða, sem nú teljast kirkjujarðir.
Kirkjueignanefnd fjallaði á fundi í október 1988 um frágang
jarðaskrárinnar og er frágangur skýrslunnar i samræmi við óskir
nefndarinnar.
Frá 1986
4. mál. Frumvarp til laga um kirkjugarða, greftrun og
likbrennslu.
Sent dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Biskup hefur rætt
það við ráðherra, og verður frumvarpið vonandi lagt
fram nú i haust.
11. mál. Um dánarvottorð.
Málið er i höndum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins.
12. mál. Leiðarrit um kirkjur og búnað þeirra.
Sjá greinargerð dr. Hjalta Hugasonar í Gjörðum
Kirkjuþings 1988, fskj. 10.
14. mál. Handbók presta.
Fræðslustjóri mun hafa umsjón með verkinu.
Allsherjarnefnd Kirkjuþings 1988 benti á að sameina
Handbókina Árbók kirkjunnar. Skýrsla fræðslustjóra er
svo hljómandi:
Útgáfa Handbókar fyrir presta Þjóðkirkju íslands sbr.
14. mál Kirkjuþings
Fræðsludeild hefur að beiðni Kirkjuráðs tekið að sér
að vinna þetta verk i samvinnu við útgáfuna Skálholt.
Fræðslustjóri kvaddi þá Ottó Michelsen og Helga
Hjálmsson sér til ráðgjafar og var það einróma álit
þeirra að vikka ætti starfssvið Handbókarinnar. Þannig
að hún tæki mið af sem allra flestum starfsmönnum
kirkjunnar, launuðum sem ólaunuðum.
Væntanleg erindisbréf sóknarnefnda, kirkjuvarða,
hringjara og meðhjálpara sem nú er verið að fjalla um
i prófastsdæmum landsins ættu t.d. heima þar i
endanlegri mynd. Fræðsludeild hefur viðað að sér
viðlika handbókum frá ýmsum stofnunum og öðrum kirkjum
til hliðsjónar.
23