Gerðir kirkjuþings - 1989, Page 58
Til að skýra reikninga Hjálparstofnunar kirkjunnar fékk nefndin
framkvæmdastjóra Hjálparstofnunarinnar, Sigriði Guðmundsdóttur,
á fund sinn, svo og framkvæmdastjóra Útgáfunnar Skálholt, Eddu
Möller, til að skýra þá reikninga. Þá kom biskupsritari séra
Magnús Guðjónsson á fund nefndarinnar vegna reikninga
Kirkjugarðasjóðs, svo og forstöðumaður Löngumýrarskóla, Margrét
K. Jónsdóttir, sem skýrði reikninga Löngumýrarskóla. Þessum
aðiljum öllum þakkar nefndin fyrir greið svör og góð. Almennt er
það um reikninga þessara stofnana að segja, að þeir sýna aðhald
i rekstri og hagsýni, og lýsir nefndin ánægju sinni yfir þvi.
Þótt reikningar Jöfnunarsjóðs séu lagðir fram fyrir þingið til
upplýsingar, leyfir nefndin sér að gera þá eftirfarandi
athugasemd, sem á jafnt við ársreikninginn fyrir 1988 svo og
úthlutunina:
Nefndin leggur til að texti við fyrsta lið tekjumegin verði
ekki kallaður "Framlög: Rikissjóður" heldur "Hluti
Jöfnunarsjóðs af sóknargjöldum."
í sambandi við úthlutun úr Jöfnunarsjóði sókna urðu nefndarmenn
sammála um að mæla með þvi við Kirkjuráð:
að framvegis verði styrkveiting til fámennra sókna háð
umsóknum og framlögðum reikningum ásamt umsókn héraðsnef nda.
Með þvi móti væri öllum fámennum sóknum tryggður aðgangur
að þessum styrkjum.
Samkvæmt beiðni eins nefndarmanna fjárhagsnefndar siðasta
Kirkjuþings er ársreikningur Kirkjugarðasjóðs lagður fram þinginu
til upplýsingar, og þakkar nefndin fyrir það. Við þennan reikning
gerir nefndin samskonar athugasemdir við texta og við
Jöfnunarsjóðinn, að tekjumegin á rekstrarreikningi sé ekki látið
heita: "Framlög: Rikissjóður", heldur "Hluti Kirkjugarðasjóðs af
kirkjugarðsgjöldum."
Athugasemdir nefndarinnar við reikninga Kristnisjóðs sjálfs eru
smávægilegar i ár og eru nefndarmenn sammála um að þeir séu
skýrir og glöggir. Þó þessar:
1. Þriðji liður tekjumegin á rekstrarreikningi:
Nefndin fagnar þvi að hér er komið uppgjör á milli Hins
islenska Bibliufélags og Kirkjuráðs vegna sölu og
dreifingar Sálmabókar frá 1972.
2. Sjötti liður eignamegin á efnahagsreikningi:
Kvikmyndin "Kirkjan að starfi". Nefndin leggur til að
þessi eignaliður verði afskrifaður.
3. Annar liður skuldamegin á efnahagsreikningi:
Rikissjóður, bráðabirgðalán frál984, kr. 1.500.000,00.
Nefndin leggur til að Kirkjuráð gangi frá greiðslu
þessarar skuldar áður en umboð þess rennur út að ári.
4. Greiðsluyfirlit 1988, Gjaldaliðir, töluliður 2,
stafliður a: Mismunur á að vera kr. 605.350,10.
55