Gerðir kirkjuþings - 1989, Page 63
4
stjórnar, svo sem nánar er tilgreint i erindisbréfi hans.
Framkvæmdastjóri gerir ár hvert i samráði við stjórn, starfs- og
fjárhagsáætlun fyrir komandi ár. Aðalfundur afgreiðir áætlunina
hverju sinni, sbr. 14. gr.
14. gr.
Reikningsárið er almanaksárið og skulu reikningar endurskoðaðir
af löggiltum og kjörnum endurskoðendum, lagðir fram á aðalfundi
til umræður og úrskurðar.
UM AÐALFUND OG AÐRA FUNDI
15. gr.
Fulltrúaráð skal koma saman til fundar a.m.k. tvisvar sinnum á
ári, á fyrra og siðara árshelmingi og skal fyrri fundurinn vera
aðalfundur stofnunarinnar. Til aðalfundar skal boðað með bréfi
til hvers fulltrúa með 14 daga fyrirvara. Aðalfundur er lögmætur
ef rétt er til hans boðað og a.m.k. helmingur fulltrúa mætir.
Rétt til setu á aðalfundi eiga:
a) Fulltrúaráð.
b) Verndari stofnunarinnar.
c) Fráfarandi stjórnarmenn, þeir sem ekki eru lengur i
fulltrúaráði með málfrelsi og tillögurétt, meðan fjallað
er um skýrslu stjórnar og reikninga.
d) Framkvæmdastjóri með málfrelsi og tillögurétt.
Daaskrá aðalfundar.
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Lesin upp nöfn þeirra sem rétt eiga til fundarsetu.
3. Starfsskýrslur undanfarins árs.
4. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar og úrskurðaðir.
5. Breytingar á skipulagsskrá ef fyrir liggja, enda hafi þess
verið getið i fundarboði.
6. Starfs- og fjárhagsáætlun næsta árs.
7. Stjórnarkjör samkvæmt 7. gr.
8. Kosning félagskjörinna endurskoðenda.
9. Önnur mál.
Afl atkvæða ræður úrslitum á aðalfundi. Aukafund skal halda,
þegar þurfa þykir, eða ef helmingur fulltrúaráðs óskar þess.
16. gr.
Fulltrúaráðsmenn skulu leggja fram skýrslu á héraðsfundum um
starfsemi Hjálparstofnunarinnar, og það sem varðar viðkomandi
prófastsdæmi sérstaklega. Kjörnir fulltrúar skulu ásamt
sóknarprestum, vera tengiliðir safnaða og Hjálparstofnunarinnar,
þeir skulu skipuleggja og stjórna aðgerðum á sinu svæði, eftir
þvi sem þörf krefur.
60