Gerðir kirkjuþings - 1989, Side 71
7
Ólafur Oddur Jónsson
DÁNARSKILGREININGAR.
1. október 1989.
Mikil umræða hefur átt sér stað um heiladauða og skilgreinungar
á dauðanum siðustu tvo áratugi. Afdráttarlaus afstaða til 5.
boðorðsins "þú skalt ekki mann deyða", vekur nú margar
spurningar. Kristnir siðfræðingar hafa alltaf tekið mið af helgi
lifsins og þeirra mannlegu reisn, sem mönnum er af Guði gefin,
hvert sem andlegt eða likamlegt ástand þeirra kann að vera. Á
þessu hvilir vitundin um að viðhalda lifi enda þótt lina beri
þjáningar.
Hins vegar geta kristnir siðfræðingar viðurkennt réttmæti þess
að hætta beri meðferð sjúklings þegar engin von er um bata og
heilinn er hættur að starfa. í þeim tilvikum verður að vega og
meta hvort viðkomandi eigi kost á mannlegu lifi. Það er fyllilega
réttmætt að taka mið af heiladauða og gæðum þess lifs sem
sjúklingurinn á kost á, en ekki líffræðilegu lifi einvörðungu.
þetta þýðir ekki að jákvæð euþanasia eða virkt liknardráp sé
viðurkennt. "En það liggur fyrir mönnum eitt sinn að deyja",
segir í Hebreabréfinu (9.27). Það þýðir að menn hafa rétt til að
deyja þegar dauðastundin er i raun komin? Er leyfilegt að lengja
dauðastundina, þegar i raun og veru er ekki verið að viðhalda
lifi heldur þjáningunni? Helmut Thielicke telur það dýrkeyptan
sigur fyrir lækni að halda dauðanum i skefjum i nokkra daga eða
klukkustundir. í ljósi þeirra þróunar sem átt hefur sér stað i
læknavisindunum eru menn jafnvel farnir að óttast meir
aðdragandann að dauðanum en dauðann sjálfan.
Nútima læknisfræði á það á hættu að gripa inn í á mörkum lifs og
dauða á þann hátt að hlutverk læknisins, að lækna viðkomandi
sjúkling, verður að ómannlegri ógn. Að vera ekki að viðhalda lífi
hvað sem það kostar, þegar möguleikar mannlegs lifs og
meðvitundar eru ekki lengur fyrir hendi. Það er rangt að gera
lifið sem slikt algilt þar sem dauðinn er hluti af lifinu.
Þróun læknavisindanna hefur gert það óljóst hvað bannið að deyða
merkir. Hugtakið dauði er orðið tivrætt. í gamla daga var maður
látinn ef hjartað hætti að slá og menn önduðu ekki lengur. Nú er
þörf á víðtækari skilgreiningu á dauðanum. Sú skilgreining kann
að liggja fyrir innan tiðar. En á meðan svo er ekki þurfa læknar
og aðstandendur sjúklinga að taka á sig ábyrgð á skilgreiningunni
heiladauði. Umræðan um þá skilgreiningu hefur nær eingöngu tengst
umræðunni um líffæraflutning.
Páll Ásmundsson, sérfræðingur í nýrnalækningum og yfirlæknir á
lyflækningadeild Landspitalans kemur inn á þetta efni i
Morgunblaðinu 15. júli "89 og bendir á að íslendingar hafi verið
þiggjendur liffæra, einkum nýrna, i 18 ár i gegnum stofnun sem
nefnist Scandiatransplant og ekki átt kost breskra liffæra, að
frátöldum igræðslum i ungmennin tvö. í greininni kemur jafnframt
68