Gerðir kirkjuþings - 1989, Page 73
9
3. Mænukylfudauði eða mænuhöfuðsdauði íbrainstem death).
Mænukylfan hefur að geyma stöðvar sem stjórna
viðbragðsvirkni öndunar, blóðþrýstings og hjartsláttar
þannig að sjálfkrafa öndun og meðvitund hættir. Heilinn
sem heild lifir ekki af mænukylfudauða.
Dánarskilgreiningar, sem gefa til kynna að starfsemi
mænukylfu sé ekki hætt endanlega, ber ekki að túlka sem
dauða heldur að dauðastundin nálgist.
4. Heilahvelsdauði (cerebral death) felur i sér dauða
beggja heilahvelanna að undanskildri mænukylfu og litla
heila. Þetta er oft skilgreint sem lanqvarandi dauði
M'linaerinq death"1 eða lanavarandi óvirkni.
("persitent veqitative states"). Stundum er talað um
þetta sem eina gerð heiladauða. Það er ekki rétt þar
sem viðkomandi einstaklingur getur haldið öndunar-
hæfninni og annarri mikilvægari liffærastarfsemi. Þar
sem heilahvelsdauðinn felur ekki i sér dauða likamans
í heild telja margir hann nauðsynlega en ófullnægjandi
visbendingu um dauða.
5. Vitrænn dauði í coqnitive death~l eða dauði einstaklinqs
felur i sér að meint sjálfsmynd glatast og vitræn
starfsemi hættir endanlega. Þetta er af ýmsum talin
ófullnægjandi skilgreining á dauða af eftirtöldum
ástæðum:
a) Viðmiðanir sem tengjast þvi að glata persónulegri
sjálfsmynd standa veikum fótum og eru háðar
siðferðilegum, heimspekilegum, sálfræðilegum og
guðfræðilegum deilum.
b) Könnun á þvi að persónuleg sjálfsmynd hafi glatast
skortir þær ótviræðu greiningar sem fólgnar eru
i liffærakerfisdauða, algjörum heiladauða og
mænukylfudauða.
c) Þar sem "dauði" er fyrst og fremst líffræðilegt
hugtak sem ákvarðast af tilvisun til athugana sem
gefa til kynna að lifsferill er ekki lengur til
staðar, þá er "persónuleg sjálfsmynd" hugtak sem
ákvarðast af sérstökum h æ f i. 1 s i k u m
meðvitundarástandi og likamsstarfsemi.
Ýmsir eru á því að þegar allt kemur til alls sé aðeins til ein
tegund dauða, þ.e. þegar samhæfð og heildræn starfsemi likamans
hættir endanlega. Það felur í sér að hæfnin til meðvitundar og
öndunar er endanlega lokið.
Hvort tveggja tengist starfsemi mænukylfu og af þeim
dánarskilgreiningum sem fjallað er um hér að framan getur aðeins
sú skilgreining, sem gefur til kynna að mænukylfan starfi ekki,
sýnt fram á slikt ástand.
70