Gerðir kirkjuþings - 1989, Page 79
Brevtnin B.
Trúarlífið C.
Námsaöan
Ferminaaraldur
Lenad tímabils
Stundafiöldi oa
skiptina beirra
Siðfræði þátturinn (7 stundir)
Maðurinn og trúin (kristinn mannskilningur
og boðorðin, almenn umfjöllun um þau,
sérstaklega 1.-3. boðorðið)
Fjölskylda og þjóðfélag (um samskipti fólks
út frá 4.-10. boðorðinu)
Haanýti þátturinn (9 stundir)
Bæn og trúrækni
Biblian
Guð sþ j ónustan
Söfnuðurinn
Trúboð
Að trúa og komast til trúar
II
Biblía og sálmabók er það efni, sem lagt er
til grundvallar og hverju ungmenni er skylt
að hafa undir höndum við fermingarstörfin.
Ennfremur þarf önnur hjálpargögn, svo sem
kennslubók, vinnubók o.f1. Kennsluefnið, sem
notað er, miðist við þá grunnsýn og játningu,
sem Fræðin minni byggjast á.
III
Fermingarstörfin fari alla jafna fram, þegar
ungmennið er i 7. bekk grunnskóla (á 14. ári
eða fullra 14 ára). Frávik frá þeirri reglu
séu í samráði við viðkomandi prófast.
Fermingarstörfin hefjist, að öllu jöfnu, í
byrjun skólaárs eða i september, og sjálf
fermingin fari ekki fram fyrr en í apríl.
Stefna ber að því að ferma ekki um bænadaga
og páska. Einnig má ferma að hausti, eftir
starf siðasta vetrar eða námskeið um sumarið.
Fermingarstörfin taka a.m.k. 45-60 stundir
(40 mínútna) og felast í:
fræðslu (30 stundir)
þátttöku í safnaðarstarfi (8-12 stundir i
þjónustuverkefni og undirbúning fyrir
guðsþjónustur),
kirkjusókn (3-10 guðsþjónustur)
og sameiginlegum fundum fermingarfræðara með
foreldrum f ermingarbarna og börnunum s jálfum
(4-8 stundir).
76