Gerðir kirkjuþings - 1989, Blaðsíða 80
Framkvæmd Fræðslan getur farið fram i námskeiðum, einnig að sumrinu, en þá gildi sömu reglur og um samfellda fræðslu að vetrinum, þ.e. samsvari alltaf a.m.k. 45-60 stundum, eins og áður sagði. Gæta þarf þess, að námskeiðin séu ekki úr tengslum við guðsþjónustulif safnaðarins og þjónustuverkefni innan hans.
Stærð hóoa Miðað skal við, að ekki séu fleiri en 20 ungmenni i hverjum hópi.
Fiöldi hóoa Stefna ber að þvi, að hver sóknarprestur annist ekki fleiri en 4 hópa i hvert sinn, eða 80 ungmenni. Að öðrum kosti fái hann sér aðstoðarfólk, sem starfi á ábyrgð hans.
IV
Ferminqarathöfnin oa
merkina hennar Fermingarathöfnin sjálf er fyrst og fremst
safnaðarguðsþjónusta, þar sem skirskotað er til skirnarinnar og ungmennin lýsa þvi yfir, að þau vilji tilheyra kristinni kirkju. Söfnuðurinn veitir þeim stuðning með þakkargjörð og fyrirbæn um Guðs blessun þeim til handa. í fermingarathöfninni staðfestir kirkjan þá náð, sem Guð veitir i skirninni. V
Samræmd atriði Námskrá þessi er bindandi um markmið, kjarna námsefnis og námsgögn.
Ábendinaar Hún er leiðbeinandi um fermingaraldur, lengd og skipan fræðslutímabils, lágmarks stundafjölda, stærð hópa á hvern fræðara og um fermingarathöfnina. Prófastar fylgjast með fermingarstörfunum i prófastsdæmum sinum og skili biskupi árlega skýrslu þar um.
Vísað til allsherjarnefndar (frsm. Margrét K. Jónsdóttir) er
lagði til að samþykkja nefndarálitið þannig orðað:
20. Kirkjuþing 1989 lýsir ánægju sinni með framlagða
tilraunanámskrá fermingarfræðslunnar og samþykkir að hún verði
lögð til grundvallar fræðslunni næstu tvö árin. Þingið væntir
þess, að námskráin efli þekkingu og jákvætt viðhorf
fermingarbarna til kirkju og kristindóms.
Samþykkt samhljóða.
77