Gerðir kirkjuþings - 1989, Page 82
3. Að veita styrki til að auðvelda stofnun sókna i nýjum
byggðahverfum og greiða fyrir kirkjulegu starfi þar.
Heimilt er að veita 5-15% af ráðstöfunartekjum sjóðsins
til þessa liðar. Nú þarf ekki á þvi fjármagni að halda til
þeirra verkefna, er þessi liður tekur til, og skal stjórn
sjóðsins þá verja þvi til þeirra verkefna, sem greind eru
i 1., 2. og 4. tölulið þessarar greinar.
4. Að styrkja kirkjulega félags- og menningarstarfsemi innan
sókna eða prófastsdæma og veita héraðssjóðum styrki til
verkefna, er undir þá falla, (sbr. 8. gr. laga um
sóknargjöld).
Einnig er heimilt skv. lið þessum að veita styrki til
kirkjulegrar menningarstarfsemi og verkefna, sem Þjóðkirkjan
í heild, einstakar stofnanir hennar og biskup íslands standa
fyrir. Mega þau framlög nema allt að helmingi þess
fjármagns, sem til ráðstöfunar er skv. þessum tölulið.
Heimilt er að veita 5-15% af ráðstöfunarfé sjóðsins til
þessa liðar, enda liggi fyrir rökstuddar umsóknir og
greinargerðir vegna þeirra verkefna, sem kosta á.
Einnig er heimilt skv. þessum lið að styrkja landssamtök sem
eiga rétt til að tilnefna fulltrúa á Leikmannastefnu
kirkjunnar.
3. gr.
Heimilt er að greiða af óskiptum tekjum sjóðsins kostnað vegna
stjórnunar og bókhalds.
4. gr.
Umsóknir um framlög úr Jöfnunarsjóði sókna skulu berast
Biskupsstofu fyrir 15. mars ár hvert og skal stjórn sjóðsins hafa
lokið úthlutun fyrir 1. mai.
5. gr.
Kirkjuráð semur árlega fjárhagsáætlun fyrir sjóðinn, er kynnt
skal dóms- og kirkjumálaráðuneytinu fyrir lok maimánaðar ár
hvert. Áætlunin skal einnig kynnt Kirkjuþingi.
6. gr.
Heimilt er Jöfnunarsjóði sókna að veita lán til sömu verkefna og
um getur í 2. gr.
7. gr.
Með samþykki kirkjumálaráðherra og biskups er sjóðnum heimilt að
taka lán eða ábyrgjast greiðslu lána vegna verkefna, sem honum
er ætlað að sinna skv. 2. gr.
79