Gerðir kirkjuþings - 1989, Blaðsíða 105
í háskólanum, heimsótti Skálholt og hélt opinn fund með
áhugafólki um alþjóðsamvinnu kirkjunnar, áhugafólki um
mannréttindamál, áhugafólki um liturgiu og um tengsl Kenia
og íslands.
Norrænir stjórnar- og nefndarmenn Alkirkjuráðsins héldu
fund sinn í Skálholti 21. til 24. april 1989.
Sitembisu Nyone frá Zimbabwe, dvaldist hér á landi dagana
7. til 11. apríl 1989. Hún hitti stjórn Hjálparstofnunar
kirkjunnar, stjórn ÞSSÍ, stjórn Brúar, og kom á opinn fund
á Biskupsstofu, sem fólki úr nefndastarfi kirkjunnar,
guðfræðinemum og fleirum var boðið til. Hún hitti
kvennahópa og predikaði i kvennaguðþjónustu i Keflavík og
ávarpaði kirkjufólk i Bústaðakirkju.
Kai Engström, framkvæmdastjóri Nordiska Ekumeniska
Institutet í Uppsölum, dvaldist hér frá 18. til 24. apríl
1989. Hann hitti kennara og nemendur úr guðfræðideild og
fleiri og átti viðræður við utanríkisnefnd um samstarf
islensku kirkjunnar og NEI.
Ato Francis Stephanos frá Mekane Yesus kirkjunni i Eþiópíu
hitti utanrikisnefnd og fleira kirkjufólk hinn 26. júni
1989 og sagði frá aðstæðum i kirkju sinni og samstarfi við
islensku kirkjuna.
5. í utanríkisnefnd eru Sigríður Guðmundsdóttir, sr. Magnús
Guðjónsson, dr. Björn Björnsson, sr. Bernharður Guðmundsson
og sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Nefndin hélt 14 fundi
talið frá siðasta Kirkjuþingi.
Auður Eir Vilhjálmsdóttir formaður
Bernharður Guðmundsson ritari
Visað til allsherjarnefndar (frsm. sr. Hreinn Hjartarson). Eins
og segir i nefndarálitinu telur hún skorta upplýsingar um störf
nefndarinnar sjálfrar. Utanrikisnefnd varð við óskum
allsherjarnefndar og sendi nýjar upplýsingar samkvæmt lið b, c
og d.
Að loknum nokkrum umræðum var nefndarálitið samþykkt samhljóða
þannig orðað:
20. Kirkjuþing 1989 þakkar skýrslu utanrikisnefndar, en bendir
á að i skýrslunni koma aðallega fram efnislegar upplýsingar um
störf og skipulag þeirra fjölþjóðastofnana, sem þjóðkirkjan er
i tengslum við.
Þingið telur skorta upplýsingar um störf nefndarinnar sjálfrar
og óskar eftir upplýsingum um eftirfarandi:
102