Gerðir kirkjuþings - 1989, Side 161
1989
20. Kirkjuþinq
18. mál
T I L L A G A
til þinqsályktunar ui staðaruppbót dreifbýlispresta
Flm. og frsm. sr. Einar Þór Þorsteinsson
20. Kirkjuþing 1989 lýsir sig meðmælt því, að sóknarprestar í
dreifbýlis-prestaköllum, þar sem engin ákveðin hlunnindi fylgja
prestssetrum, fái staðaruppbót, ef þau nái ekki ibúatölunni 700.
Þingið felur Kirkjuráði að beita sér fyrir þvi að sá háttur verði
tekinn upp.
GREINARGERÐ
Eins og kunnugt er þá eru prestaköllin í landinu mjög misjöfn.
Sum eru fjölmenn, önnur fámenn. í bæjum og kaupstöðum drýgja
prestar tekjur sinar með vinnu i sambandi við sitt eigið starf.
í sumum sveitaprestaköllum drýgja prestar tekjur sinar með
afurðum hlunninda, svo sem vegna laxveiði, æðarvarps, reka o.fl.
í ýmsum öðrum prestaköllum er ekki um neitt slikt að ræða. Einnig
má benda á, að búskapur sveitapresta fer að heyra sögunni til,
ef sú þróun heldur áfram sem verið hefur á síðustu árum. Af
framangreindum ástæðum, verða ýmsir sveitaprestar að leita á
náðir annarra aðila til þess að drýgja tekjur sínar eða herða
ólina að öðrum kosti.
En spyrja má, er það eigi eðlilegt og jákvætt fyrir kirkjuna að
starfsmenn hennar búi við svipaðan kost, ef hægt er. Það er
einnig hvimleitt og dregur úr starfsgetu þeirra sóknarpresta, sem
verða að þjóna mörgum herrum.
Vísað til löggjafarnefndar með 13 atkvæðum gegn engu (frsm. sr.
Jón Einarsson). Við siðari umræðu bar sr. Einar Þór Þorsteinsson
fram breytingartillögu við nefndarálitið: 20. Kirkjuþing visar
þessu máli til Kirkjuráðs og til stjórnar Prestafélags íslands
Var breytingartillagan samþykkt með 9 atkvæðum gegn 2.
Þannig orðuð var tillagan samþykkt samhljóða:
20. Kirkjuþing 1989 vísar þessu máli til Kirkjuráðs og til
stjórnar Prestafélags íslands. Þingið leggur áherslu á, að
prestar búi við þau launakjör, að viðhlitandi sé til framfærslu.
158