Gerðir kirkjuþings - 1989, Síða 164
1989
20. Kirkjuþinq
20. mál
FRUMVARP
til laga um breytincm á löcfum nr. 64/1962
um dánarvottorð.
Flm. og frsm. sr. Þorbergur Kristjánsson
11. gr. laganna orðist svo:
"í viðurkenndum sjúkrahúsum er heimilt að fela sérfræðingi að
rannsaka lik látinna sjúklinga i því skyni að leiða itarlega í
ljós banamein þeirra, bó skal krufnina eiqi framkvæmd, liqqi
fyrir mótmæli hins látna eða ef þau koma frá nánustu venslamönnum
innan 10 klst. frá andláti, nema ástæða sé til qrunsemda um
refsivert athæfi, sbr. 106. ar. laaa nr. 74/1974. Þá er slik
rannsókn fer fram skal ekki rita dánarvottorð, fyrr en
niðurstöður hennar eru kunnar."
GREINARGERÐ
Átökin um lifsgæðin, sem efnishyggjan magnar, leiða af sér
tillitsleysi og hörku. Landvinningar á sviði vísinda og tækni eru
tvibentir. Þeir hafa bætt lifskjörin og veitt aukna innsýn í
tilveruna. En i sumum tilvikum hefir tækniþekkingunni verið beitt
gegn lifinu sjálfu. Virðingin fyrir manneskjunni, lifandi eða
látinni, stendur höllum fæti og birtist það með ýmsu móti.
Virðist manneskja á fósturskeiði vanbúin að svara kröfum komandi
daga, þykir ýmsum eðlilegt, að hún sé svipt lifi, og þarf raunar
ekkert slikt að koma til. Erlend blöð og innlend greina frá þvi,
að i sambandi við krufningar sé látið fólk rænt liffærum i stórum
stil og siðan fari fram fjölbreytileg verslun með líkamshluta.
Likskurður og krufning hafa lengi tiðkast og ljóst er, að þetta
getur varðað miklu i læknisfræðilegu tilliti m.a. siðferðileg
forsenda þess, að lik séu notuð i þágu lifsins, hlýtur þó að vera
sú, að fyrir hendi sé réttur til að fallast á slikt eða hafna.
Samfélagið viðurkennir eignarrétt, ráðskast yfirleitt ekki með
eftirlátnar eigur að geðþótta. Mundi þá geta talist eðlilegt að
álykta, að þegar eftir andlátið sé likið eign samfélagsins, sem
t.d. sjúkrahúsið getið meðhöndlað eftir geðþótta, til þess að fá
visindalegar upplýsingar eða gera nákvæma s júkdómsgreiningu vegna
útgáfu dánarvottorðs?
Svarið við þessari spurningu sýnist sjálfgefið, en svo virðast
heilbrigðisyfirvöld ekki líta á. Lög um dánarvottorð eru túlkuð
svo, að ekki þurfi að taka til greina fyrirmæli hins látna eða
andmæli venslamanna, sem hafna krufningu i þessu samhengi.
161