Gerðir kirkjuþings - 1989, Blaðsíða 193
fjallað um hér og leggjum þau honum á vald. En erum um leið
minnug þess, að hann hefur kosið að gera kirkju sína að verkfæri
sinu og tæki til að boða þjóðum trú og milda kjör barna hans,
hvar sem þau kunna að eiga heima.
Þegar ég bý mig nú undir að slita þessu tuttugasta
Kirkjuþingi, þá er ég minnugur þess, að hér hverfa þingmenn frá
siðasta þingi þessa kjörtimabils. Enginn veit, hverjir mæta til
þings að hausti. Ég vil þvi þakka þingmönnum störfin þessi fjögur
ár, sem kjörtimabil stendur og biðja þeim blessunar og treysta
því, að þeir muni hver á sínum stað og hver á sinu sviði, halda
áfram að sinna þeim málum, sem hér hafa átt hug okkar allan og
athygli og ganga þar með enn fram i forystusveit islenskrar
kirkju. Og þegar ég þakka þingmönnum og starfsmönnum þings, þá
vil ég einnig þakka húsráðendum og starfsfólki Bústaðakirkju.
Ég sagði við þingsetninguna, að hér væri gott að koma og gott að
vera, þótt ekki byggju allir að sömu minningum héðan, enn hefur
verið hægt að finna hið sama og nú að endurtaka hið sama, að hér
hefur verið gott að starfa og gott að njóta fyrirgreiðslu fúsra
starfsmanna.
Þingmönnum og Kirkjuráði er falin forsjá framgangs mála.
Ekki eigum við heldur litið undir ráðherra kirkjumála og
ráðuneyti. Það er góð tilfinning að vita við eigum þar ekki
aðeins vinum að mæta, heldur fullum skilningi á þvi, að vert er
og sjálfsagt að taka við málum Kirkjuþings og fylgja þeim eftir
á Alþingi sem annars staðar. Ég þakka kirkjumálaráðherra, Óla Þ.
Guðbjartssyni og ráðuneyti hans gott samstarf, Ijúfan skilning
og fúsleika til að fylgja málum fram og vænti góðs árangurs.
Guð blessi ykkur öll og störf ykkar, heimili og söfnuði og
kirkju lands okkar og þjóð. Ég slit nú fimmtánda og siðasta fundi
hins 20. Kirkjuþings árið 1989 og bið ykkur öll um að rétta hvert
öðru hendi i þeim bróður- og systuranda, sem við höfum hér notið
og syngja lofgjörðarsálminn: "Son Guðs ertu með sanni."
Tuttugasta Kirkjuþingi er slitið. Hafið heila þökk og Guðs
blessun.
190