Són - 01.01.2008, Side 12
HELGI SKÚLI KJARTANSSON12
Hve fögur ertu, ástin mín, hve fögur,
og augu þín dúfur
undir andlitsblæjunni.
Hár þitt er sem geitahjörð
sem rennur niður Gíleaðfjall,
tennur þínar ær í hóp,
nýrúnar og baðaðar,
allar tvílembdar
og engin lamblaus.
II
Að nefna Ljóðaljóðin í sömu andrá og Helgakviðu, það gera menn
ekki aðeins af því að líkingar beggja geti tekið á sig býsna hómerskar
myndir, heldur eru einstakar líkingar þeirra einkennilega áþekkar.
Um það eru a.m.k. tvö dæmi alkunn,8 bæði í þeirri vísu kviðunnar
sem þegar er vitnað til.
Þar ber Helgi af öðrum mönnum „sem … askur af þyrni“. En elsk-
endur Ljóðaljóðanna skiptast á svofelldum komplímentum (2:2–3):
Sem lilja meðal þyrna er ástin mín meðal meyjanna.
Sem eplatré í kjarrviði ber elskhugi minn af sveinunum.
Þarna er elskhuganum lýst með sömu líkingu og Helga; báðir bera af
öðrum eins og formfagurt tré af lággróðri, en í eddukvæðinu ber sá
gróður heiti þyrnisins, hans sem er andstæða liljunnar í stúlku-
líkingunni.
Að líkja elskhuga sínum við ungviði hjartardýrs, það er Sigrún
ekki heldur ein um því að unnustan í Ljóðaljóðunum segir líka
(2:8–9):
Stekkur yfir fjöllin, hleypur yfir hæðirnar.
Elskhugi minn líkist dádýri eða hindarkálfi …
Og síðar (2:17):
8 Klaus von See o.fl., Kommentar zu den Liedern der Edda, 4. bindi, Heidelberg (Winter)
2004, bls. 765. Þetta verk er öðrum þræði samþjappaður lykill að eldri eddu-
skýringum og leyfi ég mér að nota endursögn þess, bæði um þetta atriði og almennt
um kviðuna, án þess að fletta upp einstökum rannsóknum.