Són - 01.01.2008, Síða 13
SÚLAMMÍT OG SIGRÚN VALKYRJA 13
… snúðu þá, elskhugi minn, upp til ilmfjallanna,
líkur dádýri, líkur hindarkálfi.
Í báðum ljóðunum er karlmanni ekki aðeins líkt við kálf 9 heldur er
hann brattgengur í fjöllum og ber hátt. Það er í Ljóðaljóðunum sagt
um elskhugann sjálfan en í Helgakviðu fellt inn í mynd kálfsins – ein-
mitt það sem gerir líkinguna hómerska.
III
Svo má halda áfram og finna fleiri snertifleti með þessum annars ólíka
ástarkveðskap.10
„Geitahjörð sem rennur niður Gíleaðfjall“ var ein líking Ljóðaljóð-
anna sem fyrir skemmstu var getið, en á undan vísu Sigrúnar um ask-
inn og dýrkálfinn fór þessi:
37 Svo hafði Helgi
hrædda görva
fjándur sína alla
og frændur þeirra
sem fyr úlfi
óðar rynni
geitur af fjalli
geiskafullar.
Er þar vissulega tekin líking af hinu sama, ekki bara geitaflokki held-
ur á harðaspretti niður fjallshlíð. Alls ólíkan veruleika stendur hann
þó fyrir: ótta flýjandi óvina og hins vegar fegurð hins slegna hárs
meyjarinnar.
Nær lokum kviðunnar nær Sigrún fundi Helga og lætur þá ekki á
sig fá þótt hann sé blóðugur, kaldur og í rauninni dauður.
09 „Hindar-“ eða „dýrkálfur“, þar munar í rauninni engu á merkingu. Þó má benda
á að „líkur hindarkálfi“ var á latínunni „similis hinulo cervorum“ sem enn nánar
samsvarar dýrkálfi Helgakviðu af því að cervus er, eins og dýr, ekki bundið við kven-
kynið.
10 Þótt þetta greinarkorn beri varla með sér margra ára meðgöngu fór ég að bera
textana saman kringum jólin 2004 og bar hugmyndina undir nokkra félaga mína,
fyrstan Torfa Tulinius sem ég á leiðbeiningar að þakka. Vafalaust er einhvers
staðar búið að benda á þessi atriði, flest eða öll, þótt ég kunni ekki, eftir mína tak-
mörkuðu rannsókn, að vísa til heimilda um það.