Són - 01.01.2008, Page 18

Són - 01.01.2008, Page 18
HELGI SKÚLI KJARTANSSON18 og orti upp niðurlagið. En til að tímasetja verk hans kann ég engin afgerandi rök,17 ekkert sem útilokar að hann hafi starfað löngu eftir kristnitöku, allt eins á tólftu öld sem hinni elleftu. Möguleikinn á rit- tengslum við Biblíuna sannar ekkert um aldur kviðunnar – hann er þó aldrei nema möguleiki – en hann bendir til þess að hún, eða a.m.k. lokakafli hennar, sé frekar ungur en gamall, og gegn því er varla neinum sterkum rökum að tefla. VI Ljóðaljóðin hafa tæplega verið meðal þeirra bóka Biblíunnar sem ný- kristnar þjóðir urðu fyrst handgengnar. Þar hlaut Nýja testamentið að ganga fyrir, og af bókum Gamla testamentisins höfðu Davíðssálmar (Saltarinn) óbrúandi forskot vegna tíðabænanna. Þegar Ian J. Kirby kortlagði ritningarstaði í vestur-norrænum miðaldatextum18 koma þar skýrt fram þessir yfirburðir Nýja testamentisins og Davíðssálma. Af öðrum ritum Gamla testamentisins eru Ljóðaljóðin meðal þeirra sem talsvert er vitnað í, þar á meðal í hómelíubókunum, íslensku og norsku, en þær eru meðal elstu rita norrænna sem vitna í Biblíuna. Alls finnur Kirby vitnað í tíu staði í Ljóðaljóðunum (suma í fleiri ritum en einu), þar á meðal nokkra sem hér hafa verið tengdir við Helgakviðu: lilja meðal þyrna; vinstri hönd undir höfði; hlaupandi yfir fjöllin; ástin sterk eins og dauðinn. Þarna gætir áhuga á Ljóðaljóðunum sem kannski er öllu meiri en vænta mætti út frá þeim lútherska kristindómi sem Íslendingar kynn- ast nú um stundir. En í ritskýringu miðaldakristninnar fór allmikið fyrir þessu sérstæða Biblíuriti.19 Margir guðfræðingar sömdu um það 17 Spurninguna um norskan uppruna eða íslenskan, hvort heldur hetjuljóðanna í heild, Helgakviðu sérstaklega eða lokaþáttar hennar, leiði ég hér hjá mér. Þó má segja, úr því eddukvæðin eru varðveitt á Íslandi, að norskur uppruni bendi fremur á háan aldur; á hverjum tíma séu eldri nýjungar í kvæðageymdinni líklegri til þess en yngri að hafa borist milli landa. Norskt efni í eddukvæðum þarf þó ekki að vera ævafornt. Til samanburðar má hafa Atlamál, sem Konungsbók kallar grænlensk og er talin ástæða til að trúa að þaðan séu þau komin. Kvæðið hefur þá ekki aðeins mótast eftir að Grænland byggðist heldur borist til Íslands nógu seint til að uppruni þess sé enn í minnum hafður þegar það er fært í letur. 18 Biblical quotation in old Icelandic–Norwegian religious literature, Reykjavík (Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi), I Text (Rit 9) 1976; II Introduction (Rit 10) 1980. Um Ljóðaljóðin einkum I, bls. 92–94. 19 E. Ann Matter, The Voice of My Beloved. The Song of Songs in Western Medieval Christianity (Middle Ages Series), Philadelphia (Univ. of Pennsylvania Press) 1990.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.