Són - 01.01.2008, Page 35
LIST Í LOKRUM 35
6 Þór nam frétta Nálar nið,
„nú mun þurfa bragða við,
níðskan vilda eg nafna þinn
næsta hitta, kompán minn!
7 Útgörðum frá eg að öðling ræðr,
engi vissi hans föðr né mæðr.
Fjölnis þjón skal fara með mér,
flesta kanntu leika þér“.
Þór þekkir Loka að bragðvísi, eins og getið er í fimmtu vísu, og vill
liðsinni hans. Hann telur sig þurfa á brögðum að halda til að fást við
Útgarða-Loka. Allt er þetta í samræmi við vísurnar á undan. Í Gylfa-
ginningu er hins vegar alls ekki ljóst að Þór hafi lagt af stað til þess að
finna Útgarða-Loka og má vel skilja þá frásögn svo að Þór og föru-
nautar hans hafi rambað til Útgarða af tilviljun. Hjá rímnaskáldinu er
það hins vegar skýrt að Þór anar af sjálfsdáðum út í ógöngur, og það
þrátt fyrir aðvaranir Loka.
8 Loka var ekki létt um svör,
„lítt hentar mér þessi för.
Hefr þú frétt að hann er tröll?
Hræðast næri flögðin öll.“
9 Yggjar svaraði arfi snar,
„ef þú kemr í nokkurt skar,
þá skal eg, bikkjan, bjarga þér.
Bú þig skjótt og far með mér.“
Skammaryrðið bikkja á sérstaklega vel við Loka enda er hann bæði
tengdur kynusla og dýraríkinu. Samkvæmt Gylfaginningu brá hann
sér í merarlíki til að tæla hestinn Svaðilfara og samkvæmt sömu heim-
ild er hann faðir Fenrisúlfs. Orðið bikkja er því vel valið hvort sem
það hefur heldur merkt tík eða meri í máli rímnaskáldsins.
Athyglisvert er að bera þetta samtal Þórs og Loka saman við
aðdragandann að öðrum ferðum Þórs til Jötunheima. Í sögunni af för
Þórs til Geirröðargarða er það Loki sem egnir Þór til fararinnar. Í
Gylfaginningu samþykkir Loki að koma Þór í Geirröðargarða „sva at
hann hefþi hvarki hamaRiN ne megingiarþar“.20 Í Þórsdrápu Eilífs
20 SnE (1931:106).