Són - 01.01.2008, Page 36
HAUKUR ÞORGEIRSSON36
Goðrúnarsonar, sem er ort út af sömu sögu, hvetur Loki Þór til
fararinnar og segir að þangað liggi „grænar brautir“.21 Í Þrymskviðu
veigrar Þór sér við að klæðast sem brúður og fara til Jötunheima. Þar
kemur það einnig í hlut Loka að eggja hann til fararinnar.22
Í Lokrum er þessu mynstri snúið á haus. Í stað þess að Loki hvetji
Þór til ferðar til Jötunheima reynir hann að tala úr honum kjark. Þór
ákveður ferðalagið að eigin frumkvæði og sést ekki fyrir. Hann of-
metur eigin styrk og telur sér fært að bjarga Loka lendi þeir í vand-
ræðum. Þegar til kemur verður lítið úr slíkum björgunaraðgerðum.
Samtal Þórs og Loka í rímunum gegnir því hlutverki að gera
frásögnina röklegri og sjálfstæðari. Með því að láta Þór tala digur-
barkalega um að snúa á Útgarða-Loka gefur það honum einnig hærri
söðul að detta úr. Samtalið er auk þess hnyttið og skemmtilegt í
sjálfu sér.
Bóndinn og börn hans
Í Gylfaginningu hefst frásögnin svo:
Þat er upphaf þessa máls at økuþórr fór með hafra sína ok reið,
ok með honum sá Áss er Loki er kallaðr. Koma þeir at kveldi til
eins búanda ok fá þeir náttstað.23
Má vera að þeim sem orti rímurnar hafi þótt þetta heldur litlaus
frásögn. Rímnaskáldið sviðsetur atburðinn, bætir við smáatriðum og
beinni ræðu og gefur okkur hugmynd um viðbrögð bóndans.
10 Þór bjó heiman þeira ferð,
þurfti hvórki skjöld né sverð,
hamarinn tók og hafra tvá,
hvergi mátti slíkan fá.
11 Fyrðar sóttu langa leið,
Loki á göngu, en Þórir reið;
21 SnE (1931:107).
22 Marteinn H. Sigurðsson (2005) telur að ferðafélagi Þórs í Hymiskviðu sé Loki en
ekki Týr. Ef þetta er samþykkt er þar að finna eitt dæmi enn um að Loki hvetji
Þór til ferðar til Jötunheima. Sá sem þetta ritar telur að vísu að við túlkun Marteins
séu miklir erfiðleikar og ekki ljóst að kostir hennar séu meiri en gallarnir.
23 SnE (1988:37).