Són - 01.01.2008, Page 37
LIST Í LOKRUM 37
Lóður kveðst að lyktum sjá
lítið hús og garða smá.
12 Þór að garði þessum snýr,
þar stóð úti fleina Týr,
karl er blíðr en kerling glöð,
„kostr er yðr að þiggja löð“.
Björn Karel kemur með athyglisverða ábendingu um þessa lýsingu:
Stundum laga rímnaskáld sögurnar eitthvað í hendi sjer, til þess
að færa þær nær lífinu, eins og þau hafa þekt það sjálf. Svo er
gert í Lokrum I, 11–12 um ferðasögu Þórs og Loka. Þar segir,
að Loki grilti í fjarska lítið hús og garða smá . . . Rímnaskáldið
hefur í huga ferðalög á Íslandi.24
Þetta er ekki óskynsamlega athugað. Ég er þó ekki viss um að breyt-
ing rímnaskáldsins felist í að gera goðsögulegan veruleika að íslensk-
um veruleika. Fyrst og fremst er hér aftur þensla á ferð – bláþráðótt
lýsing Gylfaginningar („Koma þeir at kveldi til eins búanda ok fá þar
náttstað“)25 er gædd lífi með snotrum smáatriðum.
Nú eru börn bóndans kynnt til sögunnar. Í Gylfaginningu eru þau
nefnd en þeim ekki lýst frekar. Rímnaskáldið hefur um þau nokkuð
fleiri orð.
13 Börn hefr átt sér bóndinn tvau,
brigðuvæn eru systkin þau,
Þjálfi, nefni eg þrætu bjóð,
þussa kyns er Röskva fljóð.
Mjög athyglisvert er að hérna er Röskva talin af kyni þursa og faðir
hennar þá væntanlega líka. Þetta kemur hvergi fram í Gylfaginningu
en í Hymiskviðu er sá sem geldur börn sín fyrir hafursbæklunina
kallaður „hraunbúi“ og er það alljötunslegt. Vera kann að rímna-
skáldið hafi þekkt þessa sögu úr fleiri heimildum en Gylfaginningu og
ekkert því til fyrirstöðu að það hafi þekkt Hymiskviðu. Hitt er þó
ekki síður mögulegt að skáldið hafi ályktað af hyggjuviti sínu að
24 Björn Karel Þórólfsson (1934:254).
25 SnE (1988:37).