Són - 01.01.2008, Page 41

Són - 01.01.2008, Page 41
LIST Í LOKRUM 41 Skil milli heima? Í Gylfaginningu er svo sagt frá ferð Þórs frá bóndanum: Lét hann þar eptir hafra ok byrjaði ferðina austr í Jötunheima ok allt til hafsins, ok þá fór hann út yfir hafit þat it djúpa. En er hann kom til lands þá gekk hann upp ok með honum Loki ok Þjálfi ok Röskva.29 Manni kynni að detta í hug að ferð yfir hafið væri gott tækifæri til þenslu á sögunni en rímnaskáldið virðist ekki hafa verið þeirrar skoðunar því að hafsins er að engu getið í rímunum. Þetta kann að þykja óvænt í frásögn sem er, sérstaklega framan af, ítarlegri en sú í Snorra-Eddu. Vitanlega væri hægt að skýra mismuninn þannig að vísa eða vísur hefðu fallið brott úr rímunum eins og þær eru varð- veittar. Eins mætti segja að þetta væri einfaldlega yfirsjón skáldsins. Slíkar skýringar hljóta þó alltaf að vera þrautalending eftir að skýr- andinn kemst í þrot við að túlka textann eins og hann kemur fyrir. Til að skýra hvers vegna rímnaskáldið sleppir hafinu tel ég rétt að athuga hvaða tilgangi það gegnir í Gylfaginningu. Þar markar hafið það hið djúpa skörp skil milli heima. Áður en Þór fer yfir hafið er hann í kunnuglegum heimi goðanna en hinum megin, í Jötunheimum og við Útgarða, verður allt stórskorið, undarlegt og óviðráðanlegt. Sverrir Tómasson setti fram athugasemd sem á vel við hér. Fyrir rímnaskáldunum er Jötunheimur og Ásgarður ein veröld, kannski eilítið fjarlægari en Bjarmaland.30 Rímnaskáldið hefur ekki sömu þörf fyrir hafið og Snorri í Gylfa- ginningu. Í rímunum er, eins og hér hefur verið rökstutt, þegar byrj- að að vekja efasemdir lesandans um Þór í atburðunum hjá bónd- anum. Auk þess virðast bóndinn og heimafólk hans vera jötnar. Í rímunum eru því engin skörp skil milli atburðanna hjá bóndanum og þeirra sem eftir fylgja í sögunni. 29 SnE (1988:37). 30 Sverrir Tómasson (1996:31).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.