Són - 01.01.2008, Side 50
HELGA KRESS50
saman frásögnum af eigin lífi og endurminningum um mannlíf fyrri
tíma, oft undir yfirskini þjóðlegs fróðleiks.4
Hver sagði þeirra sinn oftrega
Konur hafa alltaf ort ævikvæði og þær gera það langt fram á tuttug-
ustu öld, ef þær gera það þá ekki enn. Uppruna þeirra má rekja allt
til hetjukvæða Eddu þar sem þær Guðrún Gjúkadóttir, Brynhildur
og Oddrún eru látnar rifja upp ævi sína og segja frá henni í fyrstu
persónu. Ævikvæði þeirra eru tregróf, í kvæðunum sjálfum kölluð
grátur.5
Mær var eg meyja,
– móðir mig fæddi, –
björt í búri,
segir Guðrún í „Guðrúnarkviðu fornu“ og rekur síðan harma sína og
sálarstríð fram að þeim degi sem hún flytur kvæðið, nauðungargift í
höll Atla Húnakonungs.6 Í „Guðrúnarkviðu fyrstu“ minnist hún
harmsins mesta og kennir bræðrum sínum um:7
Valda megir Gjúka;
valda megir Gjúka
mínu bölvi
og systur sinnar
sárum gráti.
4 Um hefðbundnar skilgreiningar á sjálfsævisögum og hvernig þær sniðganga sjálfs-
ævisögur kvenna, sjá ágætt rit Ragnhildar Richter 1997:20–25. Með tilvísun til
nýrri kenninga ýmissa femínískra fræðimanna bendir hún á að „sjálfið“ sem
samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu eigi að vera í miðju frásagnarinnar sé þar
ekki, og stundum hvergi, í sjálfsævisögum kvenna. Við þetta má bæta að íslenskar
skáldkonur áttu lengi vel í vandræðum með kyn sitt sem ljóðmælanda þar sem
ljóðmælandi hefðarinnar er karlkyns. Til þess að ljóð þeirra fengju almenna
skírskotun gripu því sumar til þess ráðs tala um sig í karlkyni eða forðast orð sem
gætu komið upp um kyn þeirra. Dæmi um þetta má m.a. sjá í riti mínu Stúlka
1997:41, 45.
5 Sbr. t.a.m. nafnið „Oddrúnargrátur“ á tregrófi Oddrúnar og niðurlag þess kvæðis:
„Nú er um genginn / grátur Oddrúnar.“ Eddukvæði 1968:421. Um tregróf kvenna í
Eddukvæðum og þöggun þeirra í bókmenntasögunni, sjá rit mitt, Máttugar meyjar
1993:77–94.
6 Eddukvæði 1968:394.
7 Eddukvæði 1968:365.