Són - 01.01.2008, Síða 52
HELGA KRESS52
plássið kæra, sem innfrá er,
frá efstu brún að neðsta faldi,
og blessað rauna byrgið mitt,
sem blasir rétt móts við húsið þitt.
Þarna er líka systirin, og húsin horfast svo að segja í augu. Þrátt fyrir
þá miklu sorg sem kvæðið lýsir endar það á þakklæti og sáttum.
„Guði sé lof, mér líður vel“12 er niðurstaða þess í hróplegri andstöðu
við lýsinguna sem á undan er komin. Þakklætið er þó ekki einhlítt,
því að strax í næstu línu er minnt á „meinið þungt, sem gleði rænti”
og muni aldrei batna. Að lýsing á ævi kvenna var meðvitað markmið
í ljóðagerð Guðnýjar má sjá af því að þegar hún lést var hún að vinna
að löngu kvæði sem átti að vera ævisaga systur hennar í ljóðum.13
Aðeins upphaf kvæðisins hefur varðveist, ramminn þar sem Guðný
finnur systur sína eina og grátandi „úti á víðavangi“. Hún lýsir útliti
hennar, einkum andliti, augum og hári, og viknar sjálf „því straumur
tára / hrundi um vanga á hringarós“. En einmitt þar sem systirin byrj-
ar að mæla fram „sinnar ævisögu þátt“ sleppir kvæðinu og þaggar þar
með á táknrænan hátt niður í sjálfu sér.14 Ekkert kvæða Guðnýjar er
til í eiginhandarriti. Að mati Helgu Kristjánsdóttur sem sá um útgáfu
Guðnýjarkvers árið 1951 mun margt hafa glatast af skáldskap hennar
„og sumt viljandi eyðilagt“.15
Sem ei þýðir allt að skrifa
Með sjálfsævisögulegum kvæðum sínum leitast konur við að gefa lífi
sínu merkingu, gera það sýnilegt sem samfélagið ekki sér og finna því
stað í sögunni. Í ævikvæði sínu „Eins og straumur“, sem er eitt hrein-
ræktaðasta ævikvæði íslenskra bókmennta, sér Una Jónsdóttir (1878–
1962) ævi sína fyrir sér sem sögu, og hún leggur áherslu á sannleiks-
gildi hennar:16
Saga mín er sönn en smá,
sem ég ætla hér að lýsa.
12 Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum 1951:102.
13 Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum 1951:116. Skýringar Helgu Kristjánsdóttur.
14 Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum 1951:106–108.
15 Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum 1951:112–113. Skýringar Helgu Kristjánsdóttur.
16 Una Jónsdóttir 1929:39.