Són - 01.01.2008, Page 54
HELGA KRESS54
Þegar hún segir frá móður sinni yrkir hún dýrt, helst í hringhendum,
sem stundum verða nokkuð skothendar eins og sjá má í erindinu hér
á undan. Eftirfarandi erindi svipar í orðavali til helgikvæða og hryj-
andin er mun mýkri:20
Ekkjan blíð, hún móðir mín,
mér sem tíðum ber að virða.
Oft var þýða auðarlín,
angruð kvíða lífsins byrða.
Eftir að Una fer tuttugu og þriggja ára gömul frá móður sinni hrekst
hún, eins og móðirin áður, milli staða. Í átta ár er hún trúlofuð manni
í sveit undir Eyjafjöllum og með honum eignast hún tvær dætur. En
þegar hún á von á þeirri þriðju svíkur kærastinn. Þetta kemur vand-
lega upp á yfirborð ævikvæðisins, á vægast sagt óhefðbundnu skáld-
skaparmáli:21
Þegar gekk ég þriðju með,
þá kærastinn burtu hleypur.
Aðra fanga ætlar sér,
eg má fara í dauðans greipur.
Barnshafandi er hún rekin burt af heimili hans og verður að skilja
eftir dæturnar tvær. Eins og Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum grætur
Una burtrekin en er svo heppin að finna sér samastað þar sem henni
líður vel.22
Tveimur börnum tættist frá,
tárin reiknar himnasjóli.
Vestmannaeyjar voru þá
valdar mér að griðaskjóli.
Hún er mjög þakklát Vestmannaeyjum og þá sérstaklega konunum
þar sem tóku þátt í raunum hennar og ljóðabók sína kallar hún
Vestmannaeyjaljóð. Það er hennar staður á jarðríki, sá staður sem tók við
henni og hrakti hana ekki burt: „Húspláss alltaf hafði ég, / herbergi
20 Una Jónsdóttir 1929:40.
21 Una Jónsdóttir 1929:42.
22 Una Jónsdóttir 1929:43.