Són - 01.01.2008, Síða 56
HELGA KRESS56
Eigin lýsing frá fyrstu hendi
Ævikvæði Ólafar Sigurðardóttur frá Hlöðum (1857–1933), „Til hinna
ófæddu“, birtist fyrst með eftirlátnum ritum hennar í Ritsafni 1945, en
það er ort í janúar árið 1900.30 Þetta er langt ljóðabréf í þuluformi og
sex erindum, stílað til ósýnilegra viðtakenda í óræðri framtíð, og er
því ætlað að segja sögu hennar sjálfrar sem allt í senn yrkir það, skrif-
ar og sendir. Þessi saga er sönn, komin beint frá henni sjálfri:31
Þér, ófædda kynslóð, minn óð ég sendi,
með eigin lýsing frá fyrstu hendi.
Ólöf er fjörutíu og tveggja ára þegar hún yrkir kvæðið, fædd í apríl
1857, en henni finnst hún vera eldri. Hún er mjög upptekin af útliti
sínu og veikum, öldruðum kvenlíkama sínum sem hún eins og stillir
upp til sýnis: „Um hálffimmtugt konan er, sem þú hér sér, / og svolítill
krypplingur var ég og er.“32 Á sama hátt lýsir hún fæðingu sinni af
fullkominni neikvæðni:33
En aldrei ég sköpuð var fríð eða fögur,
var fjarska smábeinótt, veikluð og mögur,
með hrukkur í framan – ég aldrei var ung –
og aðeins níu fjórðunga þung.
Þessa mynd af sjálfri sér endurtekur hún eins og til ítrekunar í upphafi
næsta erindis, og kallar aðra til vitnis, hvað þeim þykir og þeim finnst:
„Ég fædd þótti lítil og aftaka aum / og ófær að busla út í lífsins
straum.“ Af þessum sökum vill hana enginn, „þeim fannst ég svo
fráleit, / svo fádæma einþykk og eitthvað svo hjáleit“. Móðir henn-
ar aumkast yfir hana og hún elst upp hjá þeim sem hún þó ekki ann.
Allt einkennist af skorti: „Mig vantaði unun, mig vantaði sól, / mig
vantaði sjálfstraust og orkunnar skjól.“ Henni tekst að komast burt
„frá æskunni ófríðri, snauðri“ og „vildi nú einsömul helst reyna að
30 Þannig dagsett í eiginhandarriti Ólafar. Lbs 19 NF.
31 Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum 1945:61. Smábreytingar hafa verið gerðar í til-
vitnunum til samræmis við eiginhandarrit. Sjá Lbs 19 NF.
32 Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum 1945:61.
33 Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum 1945:61.